Orðið "orc" Orkar

'…the word is as far as I am concerned actually derived from Old English orc ‘demon’, but only because of its phonetic suitability…'
The Letters of J.R.R. Tolkien No 144, dated 1953

Orðið “orki” er komið frá gamalli ensku eins og stendur fyrir ofan og þýðir það djöflar (demons).

Lítið er vitað nákvæmilega um uppruna orka, fótgönguliða heimsóvinarins Morgoths Bauglir eða Melkors. Sagnir eru um, að þeir hafi upprunalega verið að uppruna spilltir (corrupted) álfar, fangaðir af Morgoth fyrir byrjun fyrstu aldar. Lífshættir orka myndu ekki beinlínis fá 10 í einkun hjá venjulegri nútímafjölskyldu, þar sem þeir voru illir, sóðalegir og ljótir, og þoldu eigi dagsbyrtu, en tegund ein, sköpuð seinna á þriðju öld þoldi sólarljós, en þeir hétu Urûk-hai.

Orðið “orki” gæti verið líkt við Tom Bombadil. Það kemur fram í mismunandi formum í nánast hverju tungumáli Middle earth, (eins og Tom Bombadil sem er m.a. líka kallaður Forn á Khûzdul, Iairwain ben-adar á “álfýsku” o.s.frv.) en nánast eina vísbendingin um það að talað sé um sama orðið kom frá Tolkien sjálfum:

'Orc is the form of the name that other races had for this foul people as it was in the language of Rohan. In Sindarin it was orch. Related, no doubt, was the word uruk in the Black Speech…'
The Lord of the Rings
Appendix F I The Languages and Peoples of the Third Age

Svo það er ljóst að þessi orð tengjast öll. Hinsvegar, það sem erfiðara er að kanna er, hvernig orðin tengjast hvoru öðru. Af hverju notast hobbitarnir sama orðið fyrir þessar skepnur og þeir í Minas Tirith eða Caras Galadhon? Þegar maður leitar uppi uppruna orðsins eru 3 mögulegar skýringar:

Skýring 1:

Gamlar og mennskar tungur

Tengslin við orðið “orc” við forn ensku styrkir MJÖG mikið mannlegan uppruna. Önnur orð lík þessu eru t.d. mathom og smial, sem eins og í hinnu fornu tungu “norðmanna” (hengir saman skilningin milli Hobbita og Róhana, þar sem þeir bjuggu saman í norðurhéruðum M-E). Þetta tungumál gæti verið rekið aftur til forfeðra Ædana á fyrstu öld, en frá þessari tungu kemur einnig Adûanic - tunga Númenors og hin alþjóðlega tunga M-E(“the common speech”).

Þetta festir fyrstu parta púslsins í einhverja staði (náttlega alveg eins rangir og þeir eru réttir?). Ef að orðið “orc” er bæði í tungu Róherrana og í tungu hobbita, verður að rekja það til baka, að minnsta kossti til forfeðra manna. Samt sem áður, hefur “orc”-orðið sannarlega ekki komið frá þessum mannatungu-tölurum (Mannish-speakers). Þeir komu seint í það hlut, sem Sindarin var strax vel á veg komin með. Á þeim tíma er álfar reyddu sig á Menn, en þeir höfðu verið að glýma við orka í aldir (álfarnir) - og það er ekki möguleiki að þeir hafi “yfirgefið” eigin orð yfir fjandmenn sína, og sett nýtt í stað þess gamla frá “geimtungu” sinnni :þ (alien tounge). “Eina raunverulega skýringin” er sú að Menn bjuggu ekki til orðið “orc” sálfir, heldur “ættleitt” það frá Álfaorðinu “orc” og það hafi gengið í “erfðir” að nota það.

Kenning 2:

“Orkískur” uppruni :þ

Önnur kenning gæti verið sú, að orkarnir hafi búið til sitt eigið nafn fyrir þá sjálfa, og hinar tegundirnar (þá sérstaklega álfarnir) hafi notað orðið sjálfir. Óhjákvæmilega passar það ekki við neðangreint:

'It is said that [the Orcs] had no language of their own, but took what they could of other tongues and perverted it to their own liking…'
The Lord of the Rings
Appendix F I The Languages and Peoples of the Third Age

Þetta virðist styðja það, að Orkarnir hafi upprunalega ekki haft nafn fyrir sína eigin tegund, fengið orð “að láni” frá öðrum tungum. Þetta virðist vera of skrítið til að geta verið satt, en þetta gæti verið eina hugsanlega skýringin frá textanum. Við GÆTUM haldið það að Sauron hafi tekið orðin í “the black speech” (tek það fram að ég gerði innsláttarvillu sem var svona:

“the black sheep”

=) )

þegar tungan var sköpuð, langt á eftir. Ef að orkarnir hafi ekki búið til orðið “Urûk”, hlýtur tungan að hafa komið frá annari tungu.

Kenning 3:

Álfska (álfýska, álfatunga eða hvað sem fólk vill kalla)

Álfarnir gætu líka hafa “ættleitt” orðið, og látið það berast til annara tegunda, ásamt orkunum sjálfum (þá meina ég að þeir hafi ekki farið með orka öskrandi ORC!!! af öllum sálarkröftum heldur meira eins og þegar kannski Beren laumast í orkabúðirnar að sækja hring Barahírs meðan einhver orkinn talar í svefni). Þessi kenning á rætur að rekja til “The Etymologies ( í hluta 5: The History og Middle-earth)þar sem hægt er að finna Álfísku-málfræðilegu rótina ”órok“, sem er þýðir einhvernveginn ”goblin“ (vil benda á orc - goblin mysskilninginn í ”The Hobbit"). Þetta virðist vera elsti uppruni orðsins, séu nánast allir vegir kannaðir.

Það sem þú ættir að vera búinn að læra við lesningu Greinarinnar:'

Vegir Tolkien´s eru óransakanlegir til enda

kv. Amon