Ég að ætla að skrifa Gvend bónda á Svínafelli, eða Farmer Giles of Ham.
Fyrir þá sem hafa áhuga, ætla ég að skrifa þetta.
_____________________________________________________ ______________

Ægidius de Hammo hét hann, eða réttara sagt Ægidius Ahenobarbus Julius Acricola de Hammo fullu nafni. En dagsdaglega var hann bara kallaður Gvendur. Hann bjó á Svínafelli, en það var þorp og hann átti bóndabæ. Gvendur átti hund, en hann hét bara Garmur. Garmur var óttalegur ræfill og óttaðist húsbónda sinn mikið og virti í leiðinni.
En eina nótt kom risi af fjöllunum, því hann hafði villst, og var eiginlega að reyna að komast heim, því að hann hafði gleymt besta koparpottinum yfir eldinum.
En Garmur hafði stolist út um nóttina og var á ferli um jörð Gvends sem var frekar stór, og þá sá hann risann og hljóp heim með skottið milli lappanna.
Þegar hann kom heim vakti hann Gvend og skýrði honum frá risanum. Gvendur var frekar pirraður á því að vera vakinn en hann ákvað þó að fara út með framhlaðninginn (gamaldags shotgun). Hann hlóð hann með ýmsu drasli. Þá sá hann risann og skaut óvart á hann. En risinn hélt að fluga hefði stungið hann og hélt heim. Allt fólkið í þorpinu fagnaði Gvendi sem hafði fylgst með. Gvendur var orðinn hetja. En kóngurinn heyrði af þessu og sendi honum bréf og sverðið Sporðbít senm drekabaninn Bellomarius átti (sem er mjög mikilvægt sverð, án þess að konungur hefði vitað það).
En risinn fór heim og var að fá vini sína til að lána sér pott og sagði öllum frá hinu frjósama undirlendi. Loks fór hann til drekanna og þeir hugsuðu sér gott til glóðarinnar, en dreki einn, sem hét Chrysophylax, og var mjög virðulegur og ríkur dreki, fór af stað.
Hann hafði þegar ráðist á nokkur þorp og var að nálgast Svínafell.
Eina nóttina þegar Garmur var að ráfa, rakst hann á drekann, þar sem að hann svaf. Hann hljóp beinustu leið heim og sagði Gvendi.
Gvendur vildi ekki fara en þegar hann var kominn í næsta þorp við létu þorpsbúar hann í frumstæða hringabrinju og sendu hann af stað. Og hann tók sverðið með sér. Hann hafði ekki riðið lengi þegar hann sá drekann og datt af baki. En drekinn þekkti sverðið og hélt hann vera riddara og ætlaði að drepa hann. En Gvendur hjó til hans og hæfði í vænginn svo hann gat ekki flogið dögum saman. Síðan hófst eltingarleikur og drekinn gafst upp við kirkjuna á Svínafelli. Þar samdi hann sig úr klípunni með því að bjóða öllum gull og gersemar. Fólkið samþykkti það en hann fékk of lítinn tíma.
þegar kóngurinn heyrði af þessu varð hann vondur og sendi eftir Gvendi og lét hann og riddara sína á eftir drekanum. Þegar þeir komu loks að bæli drekans drap hann flesta riddarana og hræddi fylgdarsveina þeirra á brott.En Gvendur gekk að muna bælisins og sveiflaði Sporðbíti mjög nálægt drekanum og hann fékk drekann til að borga. En hann gat ekki flutt allt gullið svo hann lét drekann bera það heim í þorpið. Þegar hann kom heim var hann þjóðhetja. En kóngurinn vildi sinn hlut en Gvendur sendi ekki neitt. Svo kóngurinn fór af stað með her sínum og afgangnum af riddurum sínum til Svínafells. Þar stóð Gvendur með Sporðbít í hendi. Kóngurinn skipaði honum að afhenda sér gullið en Gvendur hló við og drekinn birtist fyrir aftan hann. Herinn flúði og þá stóð konungur einn eftir, og hann var rekinn í burtu og fékk ekkert gull. En Gvendur varð kóngur og stofnaði Litla Konungsríkið, og það þorði enginn að ráðast á það, því drekinn var nú vinur Gvends (hann fékk smá af gullinu aftur).

Og þannig var nú það.