Í þessari grein ætla ég að skrifa um virki óvinarins = Morgot og Saurons.
Udûn
Fyrsta og mesta virki Morgots kallaðist Udûn á Sindarin (oftast nefnt Utumno). Þetta virki var staðsett lengst í norðri á Middle-Earth (já Middle-Earth þá nefnt Almaren) og var byggt á öld stjarnanna sem heimili allra þræla, skepna og djöfla sem hann myndi kalla fram. Í þúsund ár bjó Morgot þarna og þarna voru öll hans myrkraplön byggð upp. Meðal annars það að eyðileggja “Lampa Valana” Illuin og Ormal sem lýstu upp heiminn meðan þeir bjuggu þarna og það var til þess að Valarnir fóru þaðan. Á tíma þeim er álfarnir vöknuðu upp réðust Valarnir af fullum krafti á Udûn eyðilöggðu það og tóku Morgot með sér til Valinor. Ég hef enga sérstaka lýsingu á þessu virki því að mjög lítið er talað um það, aðeins einu sinn í Lotr-“The dark fire will not avail you, flame of Udûn. Go back to the Shadow!” þetta segir Gandalf í Khazad-dûm við balrogginn. Nafnið lifði þó áfram og skýrði Sauron norður dalinn í Mordor þessu sama nafni án efa í minningu þessa virkis.
Angband
Angband var þvílíkt virki upprunalega byggt af Morgot aðeins á eftir Udûn sem útliggjandi virki þess. Angband þýðir “Iron Prison” járn fangelsi en er oftast tekið sem “Hells Of Iron” veit ekki alveg hvernig á að þýða. Er Udûn var eyðilaggt var Morgoti haldið föngnum af Völunum í þrjár aldir. Þegar honum var loksins sleppt fór hann þangað og bjó. Strax og hann mætti þangað reisti hann turna Thangorodim yfir hliðum þess. Þessir turnar voru þrír og voru eyðilaggðir á sama tíma og virkið féll í “The War Of Wrath”.
Alveg frá því að það var byggt stjórnaði Sauron því. Það var byggt nálægt norðvestur ströndum Middle-Earth sem svona fyrsta vörn gegn öllum árásum sem Valarnir gætu sent gegn Morgoti frá Valinor. Eftir að Valarnir tóku Morgot með sér til Valinor lá Angband í rústum í mörg þúsund ár, samt voru enn þarna einhversstaðar faldir klefar þar sem að sumir þjóna Morgots leyndust í svo sem Sauron og Balroggarnir. Valarnir fundu fyrst fyrir Angband þegar að Morgot flúði þangað með Silmarellana eftir að hafa stolið þeim.
Þegar að Noldarnir komu til Middle-Earth til að ná Silmerellunum aftur náði Morgot að plata Maedhros son Fëanors (Fjanors) og tók hann höndum (ekki sniðugt) því að örninn mikli Thorondor og Fingon sonur Fingolfins kóngs noldana á þessum tíma náðu að bjarga honum. Morgot varð mjög pirraður vegna þessa og senti stóra sveit orka á eftir þeim. Öll þessi sveit var drepin við hlið Angband og frá þessum degi og (árið 75) og næstu 380 ár (til 455) var Angband umkringt af Noldunum.
Angband var aðallega neðanjarðarvirki, allavega eftir fyrst eyðileggingu þess sem talað var um áðan. Líkt og í Udûn voru mörg falin herbergi og margir faldir salir í því langt fyrir neðan jörðina. Það sem einkenndi virkið að ofan frá voru þessir þrír turnar Thangorodrim sem voru reistir fyrir ofan hlið þess. Efst voru turnarnir holir og frá þeim rásir og reikháfar sem leiddu um allt virkið. Tilgangur þessara rása og reikháfa var að Morgot gat sent út úr turnunum ský úr eitri eins og hann gerði við Noldana í Mithrim (fer ekki í það núna).
Eftir að Morgot var tekinn og fangelsaður í stjörnunum að eilífu þá var Sauron eftir sem leiðtogi hinnar mirku hliðar hann bjó á ýmsum stöðum. Fyrst bjó hann á eyjunni Tol Sirion sem er eyjan þar sem Finrod byggði turn nefndan Minas Tirith (ekki borginn) þarna bjó Sauron í tíu ár. Svo bjó Sauron í skóginum Taur-nu-Fuin (veit ekkert um þetta).
Mordor
Þegar að önnur öld hafði gengið í 1000 ár tók Sauron yfir Mordor (hét ekkert fyrir það) og byggði þar turninn Barad-dûr. Frá þessum tíma er átt við Sauron sem myrkradróttinn, og á þessum tíma setti hann sér það takmark að taka yfir Middle-Earth og kannski Numenor líka. Í sex hundruð ár vann hann að þessu takmarki í formi Annatar (þekktur sem the Lord of Gifts), þar sem hann kenndi álfunum marga leynda hluti sem aðeins Maiar gætu vitað. Útfrá þessu voru hringirnir miklu smíðaðir. Á meðan allt þetta var í gangi var hann að byggja Mordor upp sem ósigrandi virki. Að lokum smíðaði hann hringinn eina sem gerði honum kleift að stjórna hugsunum hinna sem báru hringina. Þetta tókst ekki hjá kallinum því álfarnir tóku niður sína hringi er þeir föttuðu þetta. Vegna þess að þetta tókst ekki senti hann heri sína út og rústaði Eregion þar sem hringirnir voru gerðir. Álfarnir kölluðu á Numenor búa á hjálp og sigruðu herir Tar-Minastir heri Saurons svona nokkuð auðveldlega. Eftir þetta yfirgaf Sauron Mordor í einhvern tíma til að byggja heri annarsstaðar.
Þegar að ágætlega stór her hafði verið byggður koma Numenor búar með miklu stærri her og neyddu Sauron til að koma með þeim og varð Sauron að hlíða þeim. Ég ætlaði engan veginn að byrja að fjalla svona mikið um sögu Saurons en ég er víst búinn að skrifa þetta þannig að ég hleyp yfir þann part sem að hann bjó í Numenor. Það sem gerðist þar var í stuttum orðum að hann plataði Numenor búa til að fara í “stríð” við Valana og endaði það með því að eyjan var eyðilöggð, Valinor færðist burt af Ördu og landslagið á Middle-Earth breyttist mikið.
Fyrst um sinn meðan Sauron var í Numenor var Mordor yfirgefið bara líflaus auðn, að lokum komu þó fylgismenn hans aftur þangað. Eftir að Numenor hvarf stofnuðu Elendil og synir hans Gondor. Eitt af því fyrsta sem gert var, var að byggja Minas Ithil við rætur Ephel Duath fjalla (fjöllin sem eru í kringum Mordor) sem ógnun við Mordor sem bendir til þess að meðan Sauron var fjarrverandi voru þeir sem ennþá bjuggu í Mordor ógn við þá.
Stuttu eftir að Numenor hvarf fór Sauron leynilega aftur til Mordor. Gondor búar föttuðu þetta ekki í einhvern tíma, en þegar Mount Doom byrjaði að sína smá líf aftur gerðu þeir sér ljóst að hann var kominn aftur. Eftir einhver hundrað ár var Sauron búinn að byggja heri sína upp nægilega til þess að reyna árás á Gondor. Hann réðst á Minas Ithil og tók yfir hana. Isildur bjó þar en náði að flýja. Því miður fyrir Sauron var hann ekki búinn að safna nógum her til þess að ráðast á Osgiliath og því fékk Elendil tíma til þess að stofna til herbandalags við Gil Galad (The Last Alliance). Þá réðust þeir á Mordor og sigruðu Sauron á völlum Dagorlads, næstu sjö ár umkringdu þeir Barad-dûr og að lokum náðu þeir að sigra turninn og rústa.
Fyrstu tvö þúsund ár þriðju aldar var Mordor yfirgefið aftur undir stjórn Gondor en eftir því sem máttur Gondor minnkaði var slakað á gæslunni við Mordor. Árið 1975 á þriðju öld var barist í “The Battle Of Fornost” og þar voru herir Angmar (svæði nyrst í Misty Mountains þar sem aðal hringvominn (The Witch King)hélt til) sigraðir og þá flúði hann til Mordor og tók yfir það í nafni Saurons. Gæsla við Mordor var lítil sem enginn og eftir pláguna mikla (The Dark Plague ég nenni ekki að fjalla um hana) voru Minas Ithil og önnur virki við landamærin yfirgefin, þetta gerði endurkomuna miklu auðveldari.
Stuttu eftir endurkomuna réðust hringvomarnir á Minas Ithil og eftir tveggja ára umsátur náðu þeir að taka yfir borgina. Eftir að þeir náðu borginni aftur var hún endurskýrð Minas Morgul og varð að illum stað og ógn við Gondor.
Í þúsund ár réðu hringvomarnir yfir Mordor en Sauron var hægt og rólega að safna styrk í Dol Guldur. Árið 2941 var Sauron orðinn nógu kraftmikill til að sýna sig aftur. Þá var ráðist á Dol Guldur en Sauron hafði búið sig undir þetta og fór þaðan aftur til Mordor þar sem hann endurbyggði Barad-dûr og byrjaði að safna her.
Þarna byrjar Hringastríðið (atburðir “The Lord Of The Rings”) eiginlega og það endaði með því (SPOILER!!! fyrir þá sem ekki hafa lesið Lotr) her Gondor manna með Gandalf, Aragorn, Legolas, Gimla og fleiri innanborðs stóðu fyrir framan hlið Mordors og skoruðu á Sauron að koma út. Hann senti þá risaher gegn þeim og var alveg viss um sigur, en hann vissi ekki að tveir hobbitar Fróði og Sómi höfðu höfðu læðst inn í Mordor með hringinn hans og náðu að eyða honum með þeim afleiðingum að Sauron dó að eilífu, hið góða ríkti og Mordor fór aftur undir stjórn Gondor.
Mordor var land sem að var einskonar rétthyrningur að landamærum og mælt sem 600 mílur frá austri til vesturs og 400 mílur frá norðri til suðurs. Allstaðar nema við austurlandamæri þess voru fjöll (Ephel Duath og Ered Lithui). Mordor var skipt í tvö svæði Gorgoroth (norðvestur partur landsins) og Nurn (suðurparturinn). Lengst í norðvestri stóð Udûn (dalurinn sem ég nefndi fyrr í greininni) og var þetta staðurinn þar sem fjöllin mættust og í raun eini staðurinn sem hægt var að ráðast á Mordor, en þar byggði Sauron risastórt hlið (the Morannon) til að vernda sig og landið.
Barad-dûr var turninn þar sem Sauron dvaldi. Besta lýsingin af honum er í Lotr “…wall upon wall, battlement upon battlement, black, immeasurably strong, mountain of iron, gate of steel, tower of adamant… Barad-dûr, fortress of Sauron.” þetta er sagt í kaflanum “The Breaking of the Fellowship ” í seinni bók Fotr. Það tók 600 ár að byggja turninn í fyrsta skipti og var hann síðan eyðilagður í Last Alliance bardaganum. Árið 2941 á þriðju öld þegar að Sauron kom aftur til Mordor frá Dol Guldur tók hann til við að byggja turninn aftur. Á tíma Hringastríðsins sem hófst árið 3019 er hægt að telja að turninn hafi ekki verið fullbyggður, það tók jú 600 ár að byggja hann fyrst.
Wasted (sem á afmæli í dag 26 nóv)