Atriðið þar sem Fróði og föruneyti hans eru uppi á fjallin í fyrstu LOTR myndinni væri miklu skemmtilegra með smá breytingu s.s
…Gandálfur: Sarúman hefur njósnara allsstaðar, við getum ey haldið áfram, við getum valið um að fara yfir snjóþakta tindana, þar sem að við munum annaðhvort frjósa úr kulda eða rifnir á hol af villidýrum eða gegnum námurnar, þar sem að einmanna karldvergar klæddir í leður taka “vel” á móti okkur…
Gimli grýpur þá frammí: Ég kýs námurnar, ég þarf aðeins að heils upp á frænda minn.
Gandálfur: Ég segi, látum hringberann velja…
Fróði: Við förum yfir fjallið, það er alveg nóg að vera með einn ástsjúkann dverg yfir sér!
Nokkru seinna á fjallsbrúninni, það er kominn hríð og allir berjast í gegnum snjóinn. Nema hinn sokkabuxnaklæddi 10kílóa þungi álfur Legolas. Allt í einu tekkur hann kipp og kallar:
Það er ill rödd í loftinu!!!
Gandálfur: Það er Sarúman og hann er að syngja uppáhaldslagið mitt, best að ég syngi með honum!
Þeir byrja nú báðir að kalla ýmsar laglínur, og það má deila um gæði þeirra, þar til að Gandálfur hækkar sig í G-Dúr og setur af stað skriðu…
Stay tuned for part II of LOTH: hættur á fjallinu.