Saruman Saruman

Saruman var einn af maiunum sem komu til m-e (Middle -
Earth) undir nafninu “Istari” sem er komið af Quenya - Istar
sem þýðir galdramaður - wizard. Ef maður víkur svo yfir í
Sindarin hliðina af Wizard þá er það Curunir sem var eitt af
nokkrum nöfnum hans Sarumans, sem þýðir einnig “man of
skill”.

Saruman kom til m-e um það bil árið 1000 á þriðju öld, og var
hann drepinn af “diggum” þjóni sínum Ormstungu eða
“Wormstounge”.

Hann baf viðunefnið “The White” en eftir svik sín við Gandalf,
bar hann titilinn “marglitaði” (of many colours). Í
héraðshreinsunarkaflanum fær hann einnig annað nafn:
Sharkey sem er væntanlega komið af orðinu “Sharkûn” (úr
“the black speech”). En hann bar reyndar önnur viðurnefni
eins og hinn vitri - “the Wize”.

Saruman var aðalega í austri (hann ferðaðist þar í 1000 ár ef
ekki meira), og var þess vegna lítt séður í vestri, þangað til
árið 2463 á þriðju öld, þegar hann snéri aftur frá austrinu til að
taka sér sæti í hvítaráðinu eða “the white counsil”. Hann var
kosinn leiðtogi ráðsins, þrátt fyrir það að bæði Galadríel og
Elrond kusu Gandalf, en á þeim tíma byrjaði Saruman að
rannsaka hringafræðina.

Árið 2759 á þriðju öld voru lyklar Orthanc gefin til Sarumans af
Beren, ráðsmanni í Minas Tirith, og Saruman tók sér bólfestu
þar. Þar hélt hann áfram að sökkva sér ofan í hringa-fræðina,
hann heimsótti Minas Tirith einnig oft í leit af bitastæðum
upplýsingum um hringana, og þá komst hann af dauða
Ísildar, og töpun hringsins eina.

Árið 2851 á þriðju öld, uppgvötaði ráðið að Násugan í Dol
Guldur væri Sauron endursnúinn. Margir hinir vitru, vildu gera
árás á virkið og “drýfa Sauron út” - “and drive Sauron out” (gat
ekki komist nógu vel að orðum), en Saruman mældi eindregið
gegn því. En eftir 90 ár samþykkti Saruman loksins að reka
Sauron aftur til Mordor (hmmm, ætli Dol Guldur hafi ekki verið
of nálægt Andvin og hafi getað veitt samkeppni?). Vit
Sarumans réð úrsiltum og eftir árásina sagði Gandalf: „it was
by the divices of Saruman that we drove him from Dol Guldur.”

Þegar ráðið fór að hugsa um hringinn sagði Saruman að
hringurinn eini væri týndur að eilífu en hann vissi betur, og var
á fullu að leita af hringnum eina fyrir sjálfan sig, og þá hafði
hann leynilega gert uppreysn gegn ráðinu (ekki þó það mikla
að ráðið tæki eftir því).

Seinna meir bjó hann til her af Vörgum (úlfarnir sem orkarnir
riðu á í LoTR) og Orkum í Isengard til að bæði ögra Sauron og
þeim vitru, og hann tók nágrannaríkiið Rohan heljargripum
með útsendara sínum Gríma Wormtongue.

Í júlý árið 3018, þegar Saruman var tilbúinn að sýna streng
sinn setti hann upp gildru fyrir Gandalf, þar sem hann notfærði
sér Radagast til að ginna hann til Orthanc. Þegar Gandalf
kom, upplýsti Saruman að hann hefði búið til eigin hring (ring
of his own), og þá sá Gandalf að Saruman var eigi hinn hvíti
lengur, heldur hinn marglitaði. Þegar Gandalf hafnaði að
ganga til liðs við hann, var hann rekinn upp á efsta turn
Orthanc, þar sem Saruman vonaðist til að fá leyndardóm
hringsins eina frá honum, eða að minnsta kosi halda Gandalf
frá hringnum.

kv. Amon