Rohan Rohan

Landið var upphaflega í eigu Gondors og hét Calenardhon.
Landið Norður af Hvítufjöllum (White Mountains) var gefið af
Cirion ráðsmanns Gondor, til Jarls hins unga (Eorl the
young), af “norðmönnunum” (Northmen) á árinu 2510 á þriðju
öld. Jarl fékk landið í þakklætisskyni frá honum Cirion því að
hann hafði komið Gondor til hjálpar með miklum her, í nauð
Gondors, og gaf Cirion landið einnig til að tryggja endalausa
vináttu milli gamla ríkisins Gondor, og nýríkinsins
Rohan.Isengard og Glithellar (Hjálmsvirki) fylgdu einnig með
ef ég man rétt.

Seinna meir byggði sonur Jarls, Brego (sem að hestur
Aragorn í TTT á væntanlega eftir að bera nafn eftir) Medúseld
sem seinna varð höfuðborg Rohans, en hún var einnig kölluð
Gullinþekja.

Smá innskot: Tolkien lýsti Meduseld, sem borg úr tré, ofan á
háum hóli og með fjöll í bakrunn. Þrátt fyrir aðstæður fann
Peter Jackson “fullkomna” staðinn, sem lítur mjög vel út, sbr.
mynd um TTT á Fotr dvd útgáfunni sem fyrst kom.

Rohanar áttu þó lengi í stríði þar sem orkar voru í hvítu fjöllum
(white mountains), Dunlendingar til vesturs (hugsa að þeir
hafi búið hjá Rhûn), og Saruman í norðri, og hefði vísast ekki
mikill sigur orðið í Hringastríðinu án Entanna, trjáhirða
Manvës sem að stútuðu Isengard.

Vinátta Gondors borgaði sig einnig seinna (og hefði þetta ekki
gerst hefðu Enturnir ekki stútað Isengard) þá komu herir
Rohans, með heilan her í orrustuna í Pelennor -
Gullunbaugavöllum, og var það mikill sigur, þar sem orrustan
var eins skonar “the last alliance 2” þar sem herir Sauron´s
voru gjörsigraðir aftur, eða allavegna það sem Sauron sendi.

Fjölskylda Eorls á sér langa og glæsta sögu sem byrjaði
væntanlega á því að forfaðir Eorls, Fram drap næstsíðastan
stórdrekanna, Scatha sem herjaði á “the grey mountains” en
hann hefur væntanlaga verið faðir, skildmenni, eða “vinur”
Smaug.

Seinna var framin önnur hetjudáð, sem lafði Eowyn (Jóvin)
framdi ásamt Merry sem var að drepa höfðingja Nazgûlanna,
enda var því spáð að Seiðskrattinn af Angmar myndi ekki falla
fyrir hendi neins manns, og því féll hann fyrir Hobbita og konu!

og að lokum… rohanar voru mjög líkir íslendingum á
landnámsöld og því er þessvegna haldð fram að Tolkien hafi
fengið Rohans-hugmyndirnar af Íslandi, eða Þýskalandi.

Jæja… ég bókstaflega nenni ekki að skrifa meira enda orðið
32 línur (með “break-um”) í Claris Workinum sem ég er að
skrifa þetta í.

Bið að afsaka allar innsláttar-/ stafsetingar- & söguvillur.

kv. Amon