Ernirnir frá hinum svokölluðu Forndægrum voru meira en venjulegir fuglar, þeir voru risavaxnar, óhemju gáfaðar verur. Vænghaf Thorondar, sem var þeirra mestur, var hvorki meira né minna en þrjátíu faðmar, sem er 55 metrar eða 180 fet, fyrir þá sem að kjósa það frekar, hann var það mikill “kall” að hann meira að segja talaði við Álfa konungana sem jafningja og þeir við hann. Verur sem þessar birtust fyrst eftir að álfarnir vöknuðu til lífs, er andar, sendir af Eru komu í heiminn og settust að í sumum verum jarðarinnar(hinir vel þekktu Entur birtust á þessum tíma, af sömu ástæðu). Allar öruggar heimildir af Thorondor, eiga sér stað á Fyrstu Öldinni. Við “hittum” hann fyrst er hann hjálpaði Fingon við að bjarga Maedros frá Thangorodrim er Öldin hafði rétt byrjað, og hann lifði nógu lengi til að taka þátt í the War of Wrath, sem að ég þýði sem Stríð Ofsans, en það átti sér stað við enda Aldarinnar. Aðal uppruni Thorondors er óviss, en það lítur út fyrir að hann hafi lifað fyrir upphaf Fyrstu Aldar, jafnvel löngu áður. Silmerillinn segir okkur að kynþáttur Arna var sendur af Manwë til að líta eftir Noldor, er hafði ferðast aftur til Miðgarðs. Fyrri útgáfur af þessari sögu, útgefnar í The History of Middle-Earth eða Sögu Miðgarðs, segja augljósar að Thorondor var einn þesara, og að hann hélt meira að segja sambandi við Manwë á Fyrstu Öldinni. Örlog Thorondors eru nokkuð óljós. Eina vísbendingin sem birtist í Hringadróttinssögu, vísar til “…Gamli Thorondor, sem að byggði hreiður sín í hinum óaðgengilegu tindum Encircling Mountains (sem að ég reyni að þýða sem Umkringdu Fjöllin) er Miðgarður var en ungur.” Það er ljóst út frá þessu að Thorondor fluttist frá Miðgarði aðeins eftir enda Fyrstu Aldarinnar. Það gæti verið að mestu Ernirnir af þeim öllum hafi einfaldlega dáið úr elli, en hinn mikli líkami bar anda sendann af Eru, svo að kannski, það er möguleiki, á að hann hafi flogið aftur til meistara síns í Taniquetil og flýgur enn um loftin í Ódáinslöndum. Thorondor áti tvo “unga” hinn vel þekkta Gwahir er var konungur Arna, og seinna konungur allra fugla í Miðgarði á tímum Hringastríðsins. Einnig eignaðist Thorondor einhvern er bar nafn sem að byrjar á L og man ég ekki alveg hvað hann hét
Kveðja Takami-Kos
P.S. Taka skal fraam að þetta er þýtt að mestu leyti frá Encyclopedia of Arda, en efnið setti ég að mestu sjálfur saman.
Ég er ekki til í alvörunni.