Lord of the rings upplýsingar:


Lord of the rings er eins og allir vita gerð af hinum frábæra leikstjóra Peter Jackson (Braindead) en þessi mynd er gerð eftir bókum hins eina og sanna snillings
J.R.R Tolkien en hann hefur gefið út Hobbitann, Lord of the rings og fleiri snilldar bækur. FOTR: er akkurat 2 og 58 mínútur en talið er að TTT verði 2 og 59 mínútur.

Aðalleikarar:

Aðalleikarar myndarinnar eru: Elijah Wood(Frodo Baggins), Ian Mckellen(Gandalf), Viggo Mortensen(Aragorn), Sean Astin(Samwise Gamgee), Cate Blanchett(Galadriel), Sean Bean(Boromir), Liv Tyler(Arwen), John Rhys-Davies(Gimli), Billy Boyd(Pippin), Orlando Bloom(Legolas Greenleaf), Dominic Monaghan(Merry), Christoper Lee(Saruman), Hugo Weaving(Elrond), Ian Holm(Bilbo Baggins) og svo eru fullt af aukaleikurum. Maðurinn á bak við handritið er án efa John Gilbert.

Titillög LOTR:

Sá sem átti titilag LOTR: FOTR í fyrra var Enya en þetta árið verður það íslenska stórstjarnan Emialana Torrini, sem er frábær að við íslendingar fáum að taka einhvern þátt í þessari stórmynd, en ekki er vitað með hver syngur í þriðju myndinni ROTK.

DVD eintökin:

Hverjir eru ekki búnir að næla sér í eintak af annari hvorri DVD útgáfunni en sú nýjasta er með 6 tíma aukaefni og ég hvet alla sem eiga hana ekki að næla sér í eitt eintak eða svo. Þið verðið alls ekki fyrir vonbrigðum.
Á nýju úgáfunni má líka finna gerð myndarinnar og allt sem þú þarft að vita um þessa snilldar mynd. En það er líka búið að bæta við lengd myndarinnar á DVD útgáfunni þar sem að New line cinema ýttu á að hún gæti ekki verið meira en 3 klukkutímar í bíó en er myndin á nýja Dvd disknum 3 og hálfur klukkutími.
Þess má líka geta þar sem við erum að tala um lengd myndar þá, ef að myndin hefði verið gerð nákvæmlega eftir bókinni hefði myndin ekki verið styttri en 6 klukkutímar. Sem er náttúrulega rugl.
Þeir sem vilja skoða dvd eintakið bara til að sjá hvað það er flott og hvað er í þessum dvd disk. Ýtið <a href=http://www.lordoftherings.net/index_400_hv_home.ht ml>hér</a>



Upplýsingar um Peter Jackson og Tolkien:

Aðeins um snillingana Peter Jackson og J.R.R. Tolkien.
Peter Jackson fæddist (1961) í landinu Nýja- Sjálandi þar sem myndin (The Lord Of The Rings) var tekin upp, en hann var aðeins 8 ára þegar mamma hans og Pabbi keyptu fyrstu myndavélina en þá byrjaði hann að gera sínar eigin kvikmyndir eða stuttmyndir sem hann gerði með vinum sínum.
Fyrsta skref hans í þessum bransa var að gera barna og unglingamyndir en það gerði hann þegar hann var orðin aðeins eldri.
Þegar hann var 22 ára bjó hann til bestu b-mynd allra tíma að mínu mati en hún heitir Bad Taste (1987)…… ef þið viljið lesa meira af þessari grein fariði inná www.atom.is/viktor og þar undir allt um myndina, heimasíðan verður ekki virk fyrr en eftir 2 vikur þannig fariði þá inná þessa heimasíðu!