Well… þar sem það er undantekningarlaust mikil ásókn í
þessar Triviur sem koma hingað inn þá já… ákvað ég að
reyna að koma á fót enn einni.

Hér koma svo spurningarnar:

Er reið á háum hesti,
sá mikli gaur,
hann var pottþétt sá besti,
eigi neinn maur.

smá vísbending: ekki Gandalf

Hoppandi af kæti,
er dyrnar hann sá,
er innar kom hann hætti að vera með læti,
vildi hrillingssvipinn afmá.

Með berum höndum barðist,
seinastur steig á land,
orki undir höndum hans marðist,
hljóp hratt á fjalli sem á sand.

Góður í byrjun,
illur varð,
varð fyrir “vitfyrjun”,
gekku þó sumir fúsir í hans garð.

Alltaf hoppandi,
hann kátur er,
alltaf skoppandi,
ekki inní skuggaheim fer.

Níu, sjö, og þrír,
einnig einn,
einn var í láni hjá Míþrandír,
einn hættulegur eins og bríndur fleinn.

Ríkur, gamall,
ævintýragarpur,
aldrei einsamall,
brandur hans var snarpur.

Gamall og góður vinur,
ræktandi góður,
fallegur var hans siður,
eftir ferðalag móður.

kv. Amon