Ég ætla bara að gamni að birta hérna allar þær Tolkien-gátur sem ég hef samið. 1-17 hef ég birt hér á huga áður en kannski hafa ekki allir séð þær. 18-25 hef ég engum sýnt.
Here it comes…
1.
Traustur vinur hann var,
viljasterkur og knár.
Herrann sinn hann lengi bar
sama hve hann reyndist lár.
2.
Dúrði hann í helli,
drap drísla marga.
Hræddur var hann á velli
vildi hringnum bjarga.
3.
Í þessari eru það tveir
sem treystu ei hinum
því ólíkir voru þeir,
hið illa gerði þá að vinum.
4.
“Hjörtu manna eru auðveldlega spillt,”
þessi gerði það dýrt
var hann leiddur villt
þar sem það illa yrði rýrt.
(villt = hratt, í flýti)
5.
Alinn upp hjá álfum,
Hræddist eigið blóð
Í leit að tveim “hálfum”,
Elti hann orka ”þjóð”.
6.
Hann var góður við vini
en fjöndum var hann slæmur.
Dýrin elskaði sem syni,
reif þá vondu í ræmur.
7.
Hann barðist í orrustu fimmherja,
bjargaði galdramanni.
Þá góðu vildi hann verja
og flaug því með sanni.
8.
Bestur af sínu kyni,
hvítur og mynnti á snæ.
Bar hann kóngs vini,
hljóp sem skip á sæ.
9.
Röddin ómar,
upp fer stafurinn,
illt hljómar,
hvítur var hafurinn.
10.
Hún leyndist og beið,
með orka í maga.
Hlakkaði en ekki hveið,
hobbita vildi saga.
11.
Vitur var hann mjög,
vinsæll meðal álfa,
þekkti stríðsins drög,
fékk þá þrjá sjálfa.
(tvö hugsanleg svör)
12.
Þótt vinur afmæli ætti,
þá vildi hann ekki gefa.
Eitthvað af illum mætti,
fékk hinn til að kreista hnefa.
13.
Grafinn er með hnoss,
eftir langa og erfiða leit.
Fékk lánuð vinar hross.
Hvílir í fjalls grafreit.
14.
Kennd er við bólstað sinn
og ekki slæmur er.
Einn með skegg kom inn
og því hluta hennar ber.
15.
Hékk í eimd og beið,
höndin kirfilega föst.
Tíminn lengi leið,
til hann heyrði hörpuþröst.
16.
Með soninn var hann mættur,
til að kljá hvað skyldi gera.
Sonurinn var sem dvergur bættur,
því fór með þeim sem átti að bera.
17.
Látinn næstum brenna,
ef ekki væri fyrir smáan.
Það var föðurnum að kenna.
Hafði séð her, járnum gráan.
18.
Plataði konung sinn
Sveik fyrir óblíðan.
Ill var hans kinn,
Drap þann illa síðan.
19.
Bjó í fjalli einu,
mikið af gulli átti.
Sveif flugi beinu,
enginn trufla mátti.
20.
Auga hafði á þeim,
vildi sjálfur eiga.
Bjó til illan heim,
vildi hina feiga.
21.
Fékk staðist þann eina.
Söng í bragði glaður.
Hvarf ei þó fengi að reyna,
hvorki álfur, dvergur né maður.
22.
Gengi þótt örvar væru fastar í.
Marseraði sem aldrei fyrr.
Hjálpaði tveim smáum því,
hann vildi ekki vera sem áður kyrr.
23.
Elti þótt ekki mætti,
djásn í veði voru
hann aldrei hætti
fyrr en synir hefnd boru.
24.
Balrogg barðist við,
féll niður steindauður.
Hafinn upp af arnar sið.
Gylltu hári borinn, álfa auður.
25.
Aldrei áður komið hafði
Þessi táknræna rauða ör
Sendandinn á voninni lafði
Að hann færi í herför.
So what do you all think?
,,Maby the traidor will betray himself and do good that he does not intend."