Telchar the smith of Nogrod Þegar að ég hef lesið í gegnum The Silmarillion og The Unfinished Tales þá hefur að vakið forvitni mína að aftur og aftur hef ég rekist á sama nafnið. Nafnið Telchar. Mér datt í hug að taka saman það hellsta um þennan merkilega dverg og verk hanns. Ég vet að ég fjallaði nýlega um Angrist og Narsil í annari grein en þau þurftu samt að vera með núna líka þar sem að þetta eru tvö af frægustu verkum hanns. Ég vona bara að ykkur fynnist þetta fróðulegt.


“Now Thingol had in Menegroth deep armouries filled with great wealth of weapons: metal wrought like fishes’ mail and shining like water in the moon; swords and axes, shields and helms, wrought by Telchar himself or by his master Gamil Zirak the old, or by elven-wrights more skillful still.”
(Unfinished tales, Narn I Hín Húrin)

Telchar of Nogrod er án efa mesti smiður Dverga sem hefur verið uppi. Sumir vilja jafnvel meina að hann hafi verið mesti smiður allra tíma fyrir utan aðeins Fëanor og Celebrimor. Telchar kom aldrei fram sem persóna í neinum af sögum Tolkiens heldur er aðeins mynnst á hann í gegnum verk hans. Við vitum þó að hann var uppi um miðja fyrstu öldina. Hann bjó í dvergaborginni Nogrod í Ered Luin og meistari hans sem kenndi honum smíði hét Gamil Zirak. Margir frægir smiðir komu frá Nogrod og er Telchar talinn mestur meðal þeirra. Dvergar frá Nogrod smíðuðu meðal annars The Nauglamir og það voru líka þeir sem að settu The Silmarill í hálsmenið síðar. Frægastir eru Dvergarnir frá Nogrod þó fyrir vopnin sem að þeir gerðu.
Lítið er vitað um Telchar með vissu en við getum þó reiknað með að hann hafi verið gjafmildur og smíðað frekar fyrir ást sína á því að búa til hluti en ekki til þess að safna verkum sínum upp í fjársjóði. Ég dreg þessa ályktun af því að flest verka hans voru í eigu annarra, einkum álfa. Það má líka reikna með því að hann hafi verið álfavinur. Jú bæði af því að mörg verka hans voru gefin álfum og vegna þess að hann lærði næstum öruggleglega eitthvað af Noldor álfunum sem að voru mestu smiðir heimsins á þessum tíma.
Hér kemur stutt lýsing á þremur verkum þektum verkum hans. Það er gefið í skyn að hann hafi búið til mjög marga hluti en þessir þrír eru þeir einu sem eru nefndir í sögum Tolkiens.


The Dragon Helm of Dor-lómin

“That helm was made of gray steel adorned with gold, and on it were graven runes of victory. A power was in it that guarded any who wore it from wound or death, for the sword that hewed it was broken, and the dart that smote it sprang aside. It was wrought by Telchar, the smith of Nogrod, whose works were renowned. It had a visor (after the manner of those that Dwarves used in their forges for the shielding of their eyes), and the face of one that wore it struck fear into the hearts of all beholders, but was itself guarded from dart and fire. Upon its crest was set in defiance a gilded image of the head of Glaurung the dragon; for it had been made soon after he first issued from the gates of Morgoth.”
(Unfinished tales, Narn I Hín Húrin)

Telchar bjó þennan hjálm upphaflega til fyrir Dvergakonunginn Azaghál konung Belegost sem var nágrannaborg Nogrod. Azaghál gaf hann svo álfinum Maedhros sem laun fyrir að bjarga lífi sínu. Það er smá kaldhæðni að Azaghál hafi síðar verið drepinn af Glaurung. Maedhros gaf hann Fingon en þeir skiptust oft á gjöfum. Fingon sá að enginn álfur gæti notað svo stórann og þungan hjálm þannig að hann gaf hann Hador. Hjálmurinn varð svo ættargripur ættar Hadors. Hador Goldenhead og Galdor the Tall sonur hans notuðu hann oft í mörgum orrustum. Húrin sonur Galdors notaði hann þó aldrei af því hann vildi frekar horfa á óvini sína með sínu eigin andliti en ekki með grímu. Túrin sonur hans notaði þó hjálminn og hlaut af því viðurnefnið Gorthol og the Dread Helm. Hvað varð um hjálminn eftir dauða Túrins er óvíst.
Það að hjálmurinn hafi verið búinn til fyrir Azaghál stuttu eftir að Glaurung kom fyrst framm gefur okkur vísbendingu um það hvenær telchar var uppi. Glaurung skreið fyrst út um hlið Angband árið 265 F.A., Azaghál dó árið 471 F.A..


Narsil

“…and the sword of Elendil filled Orcs and Men with fear, for it shone with the light of the sun and of the moon, and it was named Narsil.”
(The Silmarillion, Of the Rings of Power and the Third Age)

Hið sögufræga sverð Elendils sem að brotnaði eftir að hann drap Sauron með því. Það var smíðað af Telchar á fyrstu öldinni en annars vitum við lítið um sköpun þess. Brotin gengu í erfðir sem ættargripur afkomanda Elendils í 3000 ár þangað til Aragorn II lét álfana í Imladris endursmíða það.

“The sword of Elendil was forged anew by Elvish smiths, and on its blade was traced a device of seven stars set between the cresent Moon and the rayed Sun, and about them was written many runes; for Aragorn son of Arathorn was going to war upon the marches of Mordor. Very bright was that sword when it was made whole again; the light of the sun shone redly in it, and the light of the moon shone cold, and its edge was hard and keen. And Aragorn gave it a new name and called it Andúril, Flame of the West.”
(The Fellowship of the Ring, The Ring Goes South)

Nafnið Andúril eins og segir í tilvitnuninni þýðir flame of the west. Nafnið Narsil er sett saman úr endingum orðanna Anar og Isil sem eru sindarin nöfna á sólinni og tunglinu. Ég hef oft pælt í því hvort að sverðið lýsti með sínu eigin ljósi eða hvort að ljós hafi einfaldlega endurspeglast bjartara en það var í sverðinu.


Angrist

Seinast en ekki síst ætla ég að nefna hnífinn Angrist.

“….but Beren despoiled him of his gear and weapons, and took his knife, Angrist. That knife was made by Telchar of Nogrod, and hung sheathless by his side; iron it would cleave as if it were green wood.”
(The Silmarillion, Of Beren and Lúthien)

Hnífurinn var borinn af Curufin syni Fëanors. Sem einnig var faðir Celebrimors sem líka var mikill smiður (smíðaði meðal annars hringana). Beren tók hnífinn af Curufin og notaði hann til þess að skera Silmaril úr járnkórónu Morgoths. Þetta var líklega eina vopnið sem hefði getað gert það en þegr að Beren ætlaði að skera næsta stein úr kórónunni brotnaði hnífurinn.
Lacho calad, drego morn!