Í kvöld eyddi í dágóðum tíma í að laga til í tenglasafninu á áhugamálinu og ekki veitti af. Mikið var um óvirka tengla, tengla á vitleysum stað og bara tengla á rugl síður!
Núna eiga allir tenglarnir að vera virkir, í réttum flokkum og mun aðgengilegri en áður svo ég vona að þetta komi að einhverju gagni og þið munuð kunna vel að meta.
Ég eyddi algjörlega einum tenglaflokki, flokknum “Vefverslanir (innlendar/erlendar). Ég komst nefnilega að því að á flestum síðunum sem er í flokkunum ”Tíska - Erlendar síður“ og ”Tíska - Innlendar síður" er boðið upp á þann möguleika að versla fötin svo það er erfitt að flokka hvað á að fara í tísku flokkinn og hvað á að fara í vefverslunarflokkinn.
Njótið vel og verið virk í að senda tengla á gagnlegar síður.;)
Kv,
Heyja