ja, ég veit ekki. Þessar myndir segja ýmislegt. Ég er ekki að segja að þær séu að segja sannleikann en þær eru samt sem áður að tala.
Mynd nr. 1: “Hæ, ég er í 10. bekk og ég er ekki viss um hvað ég er svo ég keypti mér þennan hatt upp á flippið af því að þegar ég sá hann fór eitthvað af stað innan í mér og ég var viss um að hann væri fullkominn fyrir mig. Nú er ég ekki svo viss lengur. Ég mun ganga með hann í viku með óvissuhnút í magann áður en ég átta mig á því að ég lít fáránlega út og ákveð grafa hann inn í skáp. En það þýðir ekki að ég geti ekki tekið sjálfsmynd af mér með hattinn og bætt inn á hana trúðsnef til þess að undirstrika það fyrir facebook vini mína hvað ég er fleppuð.”
Mynd nr. 2: “Wúúú, ég er nýbyrjuð í menntaskóla og ég ætla sko að skemmta mér! Eða a.m.k. fyrsta árið, áður en ég fæ mér kærasta til næstu 10 ára, gref sjálfa mig lifandi í innantómri glósumenntun og ákveð að það er miklu þægilegri að fara út í joggingbuxum en gallubuxum.”
Mynd nr. 3 “ Jæja. Núna er ég á þriðja ári í menntaskóla. Þetta þýðir að nú er ég er ábyrg kona í skuldbundnu langtímasambandi. Í tilefni þess hef ég ákveðið að skipta út ljósa hárinu fyrir hógværari lit. Helstu framtíðarplön mín eru: Að bæta á mig, útskrifast án þess að taka þátt í nokkru sem tengist félagslífi skólans (tók út þann smástelpakka á busaárinu) og eignast barn fyrir tvítugt.”
Þú ákveður hvað er skást.