já, mér finnst þetta svardökka hár voðalega algengt, annaðhvort það eða alveg aflitað hár.
en eins og ég segi. Ég fer sjálf í ljós til að vera heilbrigð bara, finnst fínt að vera með smá lit og freknur til að vera ekki eins og liðið lík, og er svo með virkilega virkilega ljóst hár, og jújú ég geng alveg í merkjavörum í bland við annað.
Semsagt af því ég uppfylli þessi tvö skilyrði þá er ég átómatískt ljóska?
Ég hefði nú haldið ekki. Ég er gáfuð manneskja og mér gengur ofsalega vel í skóla, hef háa standarda og mikinn metnað, og er þar að auki í MH. Er það bara háralitur og húðlitur sem þarf til að uppfylla þessi asnalegu skilyrði til að vera fordæmdur sem skinka?
Nei. það er nákvæmlega það sem ég er að setja út á við sendanda myndarinnar.