Ofar sagðir þú, kæri Lolzor:
Ég sé að grunnskólar séu ekki að kenna nóg góða ensku í dag :c
Þarna deilir þú á annan mann vegna lélegrar enskukunnáttu. Skömmu síðar vænirðu hann einnig um lélega íslenskukunnáttu, þar sem hann skrifaði ,,greinilega" með ypseloni.
Sumir (þ. á m. þú) eiga auðveldara með að sjá flísina í auga náungans, en bjálkann í sínu eigin. Í ofanvitnaðri athugasemd, sem þú lést frá þér, beitir þú afar ljótu tilbrigði af viðtengingarháttarsýki. Og ekki nóg með það, heldur beitirðu ennfremur afar ljótu tilbrigði af því sem málfræðingar kalla
nýja dvalarkennið og mætti einnig kalla framsöguháttarflótta eða nafnháttarsýki. Í þriðja lagi notarðu enskt orðalag í lokin, þegar þú segir ,,í dag“. Á íslensku notum við orðalagið ,,í dag” aðeins um nákvæmlega þann dag, sem er, þegar orðalagið er nota (t.d. sunnudaginn 14. júní 2009). Þessu er öðruvísi farið í ensku, þar sem hugtakið ,,today“ má nota fyrir það sem á íslensku mætti útleggja: ,,Nú á dögum”.
Réttust væri setningin svona:
Ég sé að grunnskólar kenna ekki nógu góða ensku nú á dögum. Ef þú vilt hins vegar endilega beita nafnháttarsýkinni ljótu er viðtengingarháttarnotkunin eigi að síður kolröng. Þá væri setningin: Ég sé að grunskólar
eru ekki að… Lestu þér endilega til um viðtengingarhátt í málfræðibókinni þinni ef þú vilt fræðilega útskýringu á því, hvenær hann skal nota.
Þegar öllu er á botninn hvolft þykir mér þú hafa gert þig seka(n) um miklu ljótari og raunar alvarlegri málfræðiambögur en sá, sem upphaflega stóð til að gagnrýna. Þú hefur m.ö.o. skotið þig í fótinn.
Í stuttu máli: 1) Líttu í eigin barm,
2) talaðu rétt áður en þú gagnrýnir villur annarra.
3) Auli.