Mig langaði að senda inn aðra mynd af hárinu á mér eins og það er venjulega, semsagt ekki með krullur. Ég slétti ekki á mér hárið né lita það, náttúrulegi háraliturinn minn er brúnn…
Mig langar að hafa svona slétt hár því þá gæti ég fengið mér einhverja flotta klippingu og hún mundi bara haldast þannig, ekki krullast uppí eitthvað rugl :(
jeb eins hjá mér… ég er með svo rennislétt hár að ég get ekki haft snúð, tagl eða einusinni spennur í mér án þess að það renni úr… og allar greiðslur renna mjög fljótt úr svona sléttu hári, líka krullur. Klippingarnar líta líka bara ofur flott út rétt þegar maður er búinn í klippingu…svo verður hárið bara dautt og slétt.
þekki þetta svoo vel! sérstaklega þetta rétt eftir klippingu. það sem mér finnst samt verst er að fólk heldur að ég sé algjör gelgja sem geti ekki farið út án þess að slétta hárið! sem ég geri væntanlega ekki, ég á ekki einusinni sléttujárn hahah
haha já einmitt. Fór einmitt í sund um daginn, og bleytti náttúrulega hárið… sá kunningjastelpu mína í sundinu.. ok, svo fer ég í bíó stuttu eftir sundið, og hún akkúrat í bíó líka og commentar einmitt svona frekar svona…ekki kannski alveg hneyksluð, heldur setur svona út á að ég sé með slétt hár…semsagt að ég hafi sléttað það.. Fór í taugarnar á mér veit ekki af hverju, því ég er ekki alveg týpan sem er svona “OMG er að fara í bíó VERÐ að slétta á mér hárið:o” semsagt ef ég þyrfti á því að halda…á heldur ekki sléttujárn hehe.
takk, held ég allavegana (: málið er sko, þetta er eina klippingin sem virkar á mig, hliðartoppur virkar ekki, skátoppur ekki heldur, ótrúlega mikið vesen að vera með svona líflaust há
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..