Eitt sem ég hefði eiginlega átt að segja til að byrja með:
Þú minntist á að það væri verið að borga þessu fátæka fólki þarna laun fyrir að framleiða drasl handa okkur fyrir skít og kanil. Margir vilja meina að þetta megi flokkast sem hjálparstarfssemi þá… nísk hjálparstarfssemi kannski, en samt hjálparstarfssemi.
En þá er fólk ekki að hafa í huga að það var vesturheimurinn sem fokkaði þessu fólki svona illa upp til að byrja með (og gerir enn).
Fyrst nýlendustefnan, síðan framhaldið af henni sem gengur undir ýmsum nöfnum og eitt af þeim er economic globalization.
Sem sagt, við EIGUM ekkert þessi auðæfi okkar, þetta er byggt á auðlindaráni, eyðileggingu lýðræðis (taka af lífi forseta sem hafa hagsmuni fólksins í huga umfram global corporations, koma fyrir einræðisherrum), og fleira svínaríi.
Þannig að við, venjulega fólkið á vesturlöndum erum kannski ekki arðræningjar og þrælahaldarar, en við erum að hagnast á því og ættum að sýna smá virðingu og auðmýkt og passa okkur á að halda ekki að við séum eitthvað betri og réttlátlega ríkari en fátæku þjóðirnar.
Annað sem ég hefði átt að minnast á strax, ég er ekki að “þykjast vera geðveikt gáfaður” eins og þú sagðir. Reyndar forðast ég slíkan hugsunarhátt eins og heitan eldinn því ég veit hvað hann getur spillt fólki. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á að upphefja sjálfan mig í mínum augum eða annarra, ég hef áhuga á að koma einhverju í verk… þ.e. jákvæðum niðurstöðum fyrir heiminn.
Varðandi póstinn þinn:
Varðandi hvort sé *sanngjarnt* að breyta neyslumynstrinu eða ekki, nú held ég að þú hljótir að vera að misskilja mig. Ég er að tala um að veita fólki upplýsingar og leyfa því að taka sína eigin ákvörðun.
Þú gengur svo út frá því að ég sé að tala um einhverja global menningarsameiningu. Ég er soldið ruglaður í hausnum núna, því ég minntist ekkert á neitt slíkt. Ah nú fatta ég, þú hefur líklega rökfært út frá því sem ég sagði með að kynna sér aðrar, ólíkar menningar. En ég meinti það ekki þannig, ég meinti að með því að skoða ólíkar menningar þá vakna mjög áhugaverðar spurningar og maður fer að sjá hvað er að í manns eigin menningu.
Sem dæmi má taka:
*Íslendingar eru tiltölulega einangraðir og erfitt er að kynnast nýju fólki. Þetta er ekki svo á mörgum stöðum í heiminum.
*Heill haugur af vandamálum er í sambandi við kynhlutverk. “Menningaruppeldið” sem karlmenn fá gerir þá bælda sem tilfinningaverur. “Menningaruppeldið” sem konur fá gerir þær bældar sem kynverur. Einnig má nefna marga vitleysuna í sambandi við að ákveðin hugtök, gildi, áhugamál, etc tilheyra öðru kyninu en ekki hinu. Ég gæti skrifað haug um bara þetta en þetta er ekki alveg staðurinn.
Þetta er náttúrulega að breytast, en er enn mjög svo til staðar.
En allavega… ég vildi nú svara þér í fullri lengd upp á kurteisina, en ég ætlaði mér aldrei að fara út í einhverjar mega umræður um þetta hér, á /tiska af öllum stöðum. Spurning um að gera grein einhversstaðar um þetta… hvað heldur þú að væri besta Huga áhugamálið fyrir slíkt?
Hef misskilið grunninn, fyrigefðu.
En þessi hugsun er samt flott og henni deila margir með þér, þar á meðal ég, þ.e. svona sé ég vandann í heiminum fyrir mér.
Og kannski besti staðurinn til að byrja á að leysa vandann, er að viðurkenna vandann.
En þú talar um að leyfa fólki að taka sínar eigin ákvarðanir, er það rétti vegurinn, því fólk mun ekki getað tekið ákvarðarnir upp á sínar eigin spítur, það er nú heila stoðin á bakvið menningu, fólk þrífst af umhverfinu.
En þú hefur vel efni í grein, staðsetning fyrir þá grein mundi ég giska á að væri /deiglan.
:)
0
Njamm mér datt einmitt /deiglan í hug líka. Ætli ég hendi ekki grein þangað, en ekki strax því það er að koma verkefnavika og slatti að gera.
Þú spurðir hvort rétti vegurinn væri að leyfa fólki að taka eigin ákvarðanir… ég fatta ekki alveg hvað þú ert að meina. Mun fólk ekki geta tekið ákvarðanir sjálft af því það “þrífst af umhvefinu”? Hvað meinarðu með að þrífast af umhvefinu?
Allavega var ég nú bara að meina að það sem fólk notar til að taka ákvarðanir eru upplýsingar/þekking. Bætum það og við bætum ákvarðanirnar… ég trúi því allavega að fólk muni taka góðhjartaðari og viturlegri ákvarðanir ef það veit betur málavexti (veit hvað er í gangi fyrir utan eigin landsteina og veit hvað consumerismi virkar illa til að öðlast hamingju og hvað risa-fyrirtæki eru að spila með almenning… til að nefna nokkra hluti).
Btw mæli með að allir horfi á myndina “The Corporation” (það er löglegt að torrenta henni) … það er alveg stórmerkilegt hvernig corporation virka og að almenningur viti svona lítið um hina valdamestu stofnun nútímans Vissirðu t.d. að corporation eru í augum laganna ódauðlegar persónur sem er ekki hægt að fangelsa… fólkið sjálft í corpinu ber enga ábyrgð á því sem corpið gerir, corpið sjálft er lagaleg persóna í ÖLLUM skilningi hugtaksins (t.d. mannréttindi) og bara corpið sjálft er kært, aldrei fólkið.
0