1. Fann þessa í skáp hjá ömmu, held að næst elsta systirin hafi átt þá, þeir voru gráir og farnir að láta á sjá, svo að ég fékk þá og bar svartan skóáburð á þá, og þeir urðu svona… fékk þá í fyrra held ég. Ber reglulega á þá, þar sem að ég nota þá frekar mikið.
2. Varð ástfangin af þessum skóm.. notaðir á 100 kr. í kolaportinu!
3. Þetta eru skór sem voru á leiðinni í ruslið hjá ömmu (ein systirin kom og lagaði til!) en ég hirti þá og pabbi lagaði sólann á þeim, þar sem þeir voru að detta í sundur! Amma fékk þá þegar hún var 17 ára! Ég bar aðeins á þá með silfurnaglalakki og notaði þá t.d. í skólaleikritinu!
4. Fann þessa í skáp hjá ömmu, þar voru tvö svona pör, önnur nr. 39 og hinir 37. og minna notaðir,ég tók þá, þeir voru upprunalega rauðir, svo málaði ég bláa í fyrra, svo í haust gerði ég þá silfurlitaða (með bílalakki!) þegar ég vildi breyta til. Þetta eru án efa þægilegustu skórnir mínir, er nánast alltaf í þeim!
Mér finnst langskemmtilegast að fá mér skó og lagfæra þá sjálf þ.e.a.s. bæta mínum persónuleika við!
Vona að þið hafið haft gaman af þessu! :*
Já, það er það sem ég held.