Vá maður þröngsýnu lið, afhverju má hann ekki kaupa sér dýr föt ef hann vill og hefur efni á því? Fólk eyðir peningunum sínum í dóp, áfengi, allskonar vitleysu eru föt eitthvað verri en það?
Honum líður vel í þessum fötum, dýr föt eru líka yfirleitt betri og þar af leiðandi endingarmeiri og svo er hann líka bara kaupa sér ímynd - af sömu ástæðu og fólk kaupir bíla og borgar í sumum tilfellum auka milljón+ fyrir ekkert annað en merkið..
Svo eru Íslendingar líka langflestir snobbhanar og hænur þó að fólk vilji ekki viðurkenna það, meina vinsælustu búðirnar eins og Smash og 17 eru bara svona dýrar, og þetta er VINSÆLUSTU búðirnar sem eru svona dýrar þetta eru ekki bara einhverjar voða high-class búðir sem fáir versla í
Breytir því samt ekki að maður er að láta taka sig í rassgatið þegar maður verslar í þessum búðum, ekki bara eru nýju fötin yfirleitt föt sem eru löngu komin á útsölu og orðin úrelt nánast úti heldur er bara vængeeefin álagning á þessu, nenni reyndar ekki að leita af öllum þessum fötum en þessi peysa t.d. kostar hérna
http://www.dogfunk.com/dogfunk/VLC2418/Volcom-Geo-Slim-Zip-Hoody-Mens.html 46$, sem gerir 3600 kall ef þú myndir kaupa hana úti sjálfur, ágætis verðmunur og segjum að þú myndir panta hana, höfum þetta bara eins dýrt og mögulegt er og segjum að sendikostnaðurinn sé 50$ = 3900, man ekki hvað tollur og vsk er af fötum en reiknum bara með að það sé 40%, þannig 0,40 * 3600 = 1440 og þá samtals 1400+3900+3600= 8940 kall og ég er að reikna þetta eins dýrt og ég mögulega gat, og þú myndir samt spara á þessu og mjög líklega myndiru spara miklu meira, + þú myndir sennilega panta meira og þá myndi sendikostnaðurinn dreifast á fleiri hluti ;)
Get alveg lofað þér þvi að þetta er það sama með allt annað, fáranlegt hvað fatabúðir á Íslandi komast upp með miklu álagningu, ef maður fer út til Bandaríkjanna sér maður föt sem koma til Íslands eftir hálft ár og munu þá kosta svona 5 sinnum meira..
Annars skil ég ekki hvað fólk sér við þessa Nike skótísku finnst þetta persónulega viðbjóður en hey :) töff peysa samt og það eru bara ekki til ljótar Carhartt buxu