Ég var með nokkrar svona eldrauðar strípur, núna vínrauðar vegna þess að það endist betur. Mín reynsla er sú að liturinn mun alltaf leka út, hvort sem ég læt setja 2svar eða ekki. Rauður litur festist bara svona illa.
Hinsvegar urðu strípurnar mínar ekki gular, prófaði nokkrar týpur.
Ein týpan varð appelsínugul eftir einn sundtíma, fílaði það ekki. Önnur týpa var ekki eins rauð og hin og endist þar af leiðandi betur, varð ekki appelsínugul heldur bara ekki eins skærrauður.
Týpan sem ég er með núna er vínrauð og virðist ætla að haldast ansi vel, en hún er náttúrulega ekki nærri því jafn rauð og ég var með :/