Ef maður ætlaði að mála fallega mynd eða ljóta myndi maður mála það sem manni fyndist fallegra, svo fer það eftir því hvað þér þykir fallegra..
Annars finnst mér þetta ekki sambærilegt þar sem það sést alveg á þessu videoi þarna að konunni er breytt rosalega í photoshop, hálsinn lengdur, augun stækkur, varirnar þykktar og hárið gert meira.. þetta er ekki lengur konan sjálf. Það er það sem ég er á móti, ekkert að því að mála sig, en að breyta myndinni svo hún virki svo óaðfinnanleg að engin kona getur staðist samanburð finnst mér rugl.