Ég skil ekki afhverju þetta er orðið þreytt. Eru diesel gallabuxur þá orðnar þreyttar? Eru merki eins og puma og nike orðin þreytt? Þetta er bara eitt merki og hverju skiptir það máli hvort það séu margir sem eiga það eða ekki. Well mér finnst þetta allavega ekki orðið “þreytt” og mun ég halda áfram að ganga í bolnum mínum sem er svo sannarlega ekki orðin gamall né þreyttur.
ójú. diesel gallabuxur eru þreyttar.. shit. finnst líka meirihlutinn af diesel gallabuxum bara ljótar.. ekki e-ð sem ég fíla
ekki er sama hægt að segja um nike og puma.. ég meina, ég hef ekkert á móti þessum merkjum þótt ég gangi ekki í þeim.. það eru ekkert aaaallir í nakvamlega sama puma bolnum eða með nike töskuna.
fyrir mér skiptir það máli.. finnst fáránlegt að allir klæði sig eins
ég er heldur ekki að segja þér að hætta að ganga í fötunum, ef þú átt það fyrir þá endilega ganga í því.. flottir bolir, finnst bara einhvernveginn allir vera í þessum bolum.. sem mér finnst alls ekkert fara öllum vel.. þessvega.. þreytt.
Það er þitt álit. Mitt álit er það að föt geta ekki orðið “þreytt” sama hversu margir eiga eins. Þetta er bara tískubylgja sem á kannski eftir að halda sér eins og diesel buxurnar sem virðast aldrei ætla falla úr tísku.
bara af því að DEAD vöru eru ekki fjöldaframleiddar í miklu mismunandi magni verður það þá þreytt? Þetta er íslenskt merki sem við Íslendingar eigum að vera stoltir af því að eiga! Meina, frægir erlendir rokkarar eru að kaupa sér vörur þarna! Þetta er frábært merki sem verður aldrei þreitt
hvað kemur þvi það við hvað þær eru framleiddar í miklu magni :S ..
þetta merki er bara greinilega komið í tísku hjá hnakkamellunum.. og neinei, þær eru ekki í neinu nema peysu með logoi, tösku með logoi, eða peysu. bara.. buið að eyðileggja logoið með þessu. finnst mér.
..þreytt.
Bætt við 14. september 2006 - 20:11 bol með logoi*
Það eru margir að segja að þetta merki er oðrið “gamalt”. Mér finnst það daldið mikil hræsni þegar 90% fólks gengur alltaf í gallabuxum -.-' Þoli ekki gallabuxur, flestar nákvæmlega eins á litinn og í útliti svo líka ógeðslega óðægilegar að mínu mati.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..