Þetta er óhætt að kalla þröngar buxur. Svona buxur voru í tísku á diskótímanum, þær eru úr einhverju gerviefni, sennilega polyester, líklega sumar stelpur að fíla svona ennþá, ef að fólk fílar gerviefni almennt…
Erm….þetta er klæðnaður sem skilur ekkert eftir handa ímyndunaraflinu. Mér finnst þetta lítið skárra en þessar svörtu buxur sem maður er að sjá af og til núna O.o
Hún komst í þær án vandræða og úr þeim án vandræða, þetta eru stretch buxur og úr polyester. Þó að þær séu svona þröngar eru þær ekki eins stífar og þessar þröngu gallabuxur sem svo margar stelpur eru að troða sér.
Það er ekkert mál að komast í þröngar gallabuxur, en það sem ég skil ekki er hvernig fólk kemst í og úr þröngum leðurbuxum… (þ.e.a.s. eftir að ég sá ákveðinn Friends þátt sem innihélt leðurbuxur.)
Hvað var það í þættinum sem fékk þig til að spá í það? Minnst á erfiðleika við að komast í þröngar buxur, þá las ég einhvers staðar að um 1980 þegar mjög þröngar gallabuxur voru í tísku (ég er þá að tala um alveg gríðarlega þröngar gallabuxur) en stelpurnar lágu á gólfinu og fengu aðstoð við að renna rennilásnum upp. Buxurnar sem stelpan er í á myndinni eru alls ekki óþægilegar og henni finnst mjög gott að vera í þeim, en hún notar þær á djamminum þegar hún vill sýna folunum á sér boddýið.
Hvað var það í þættinum sem fékk þig til að spá í það?
Þegar Ross komst ekki aftur í leðurbuxurnar sínar og það varð ansi skemmtilegt atriði úr því… ^_^ Og ég held að stelpur nú til dags séu ekki að troða sér í alveg jafn þröngar gallabuxur og þú varst að tala um.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..