Ó ég hef mínar bara náttúrulegar… hefur aldrei fundist plokkaðar augabrúnir flottar (eitthvað svo óeðlilegt… but that's just me), svo var ekki í tísku að plokka þær þegar ég var unglingur, þannig að ég ætla ekki að fara að byrja á því á gamals aldri… LOL! En ég hef hinsvegar stundum litað þær með ekta lit sem heitir Reflectocil og fæst í apótekum. Hann er ágætur, maður þarf bara að passa að hafa hann ekki lengi á. Maður ber litinn í augabrúnirnar, vætir þær síðan með festinum sem fylgir, lætur síðan bíða í 3-5 mínútur, og þvær síðan með hreinsimjólk. Endist í u.þ.b. tvær til þrjár vikur. :) Sumir gætu að vísu haft ofnæmi fyrir honum, þannig að hann hentar ekki öllum…