Að sjálfsögðu er æðislegt að fólk hugsi vel um neglurnar á sér. En það eru bara því miður ekki allir sem geta safnað nöglum, t.d get ég það ekki, ég er búin að prófa öll þau styrkinga naglalökk sem til eru, búin að prófa að fara í naglameðferð á snyrtistofu (handsnyrting og naglastyrking 1 sinni í viku í 6 eða 8 vikur, það var dýrt og virkaði ekki) og allann pakkann, en mig langar að vera með flottar neglur þannig að ég púnga út 4000 kalli á 4 vikna fresti fyrir gel.
En fyrir þær heppnu sem geta safnað langar mig að minna á að þeir naglaherðar sem innihalda formalhyde (eða eitthvað þannig) eru stórhættulegir, éta upp á manni neglurnar og vesen, þetta eru t.d. trend og green envy frá opi og bara flestir naglaherðar. Ég lennti í 60.000 króna lyfjakostnaði út af trend, var á pensilíni í hálft ár, þannig að ég mæli eindregið gegn notkun þess.
Og munið að svona bufferar eru ekki gáfulegir, nota þá mjög sjaldan, naglasérfræðingar segja á svona 3 mánaða fresti (!!!) því að þeir eyða upp nöglunum á manni og gera þær viðkvæmari.
En þið þær heppnu, gangi ykkur vel, ég held bara áfram að feika þetta :)<br><br>*————————-*
Freedom is just another
word for nothing left to loose.
*————————-*