Við höfum öll lent í því að uppáhalds augnskugginn okkar eða púðrið okkar brotni. Það er ömurlegt. Duft út um alla snyrtibuddu og fáránlega lítið eftir á almennlega nothæfu formi. Ekkert hægt að nota og maður neyðist til að henda því og fá sér nýtt. Eða hvað?
Það er nefninlega hægt að laga púður og augnskugga.
Tökum dæmi um brotið púður. Það var alveg hellingur eftir en eitthvað gerðist og það er í molum. Hvað gerum við þá?
Þú þarft bara þrjá hluti: Tannstöngul (eða eitthvað annað svipað tól), sótthreinispritt (gengur einnig undir heitinu própyl ef ég man rétt) og smá þolinmæði.
Byrjum á því að finna okkur tannstöngul. (Mér finnst þeir allavegana bestir, ekki nota samt einhvern sem þú ert nýbúin að plokka úr tönnunum með, það væri ógeðslegt).
Brjóttu það sem eftir er í dósinni alveg í duft. Enga stóra köggla, allt í duft. Helltu nokkrum dropum af sprittinu út í duftið (eins og þarf, best að byrja á litlu og bæta frekar við, ef það er allt of mikið er þetta lengur að þorna) og hræðu saman þar til blandan minnir á deig. ATH! ENGA KÖGGLA!
Dreifðu jafnt úr þessu og láttu þorna, ég bíð oftast í sólarhring, með dósina opna, svo ég sé alveg save. Ekki byrja samt að nota þetta aftur fyrr en þú ert alveg viss um að þetta sé skraufþurrt!
Voila!