Hæhæ, veit ekki alveg hvort þetta passar hérna inn en whatsoever...
Er rosalega gjörn að fá frunsur á hökuna, alveg tonn í einu og þær eru svona tvær vikur að fara og það er fokking pain! Svíður í þetta, klæjar og ves :( Og svo er þetta líka bara svo ljótt! Risastór sár og ömurlegheit. Sem eru ótrúlega lengi að fara :(
Svo ég var að hugsa, það hljóta að vera til einhver krem eða áburðir sem gera eitthvað fyrir mann?! Hef prófað að setja aloe vera krem á en finnst það gera rosa lítið, aðallega langbest þegar þær eru að gróa, hef notað tea tree olíu líka til að halda þessu þá allavegana hreinu og finnst bólgan aðeins minnka. En þarf þá líka að setja alveg 4-5 sinnum á dag
En vitiði um eitthvað sem væri bara alger snilld á þetta og gæti kannski minnkað einkennin og látið þetta gróa hraðar eða látið þetta vera minna allavegana?
Takktakk!