Ég vill bara byrja á því að segja að mér finst ekkert að þessu merki. Adidas er mjög gott merki og þá sérstaklega í skóm. Adidas original er klassískt basic íþróttamerki frá 1949, en hefur þróast með tímanum úti tísku. og þá sérstaklega síðastliðinn áratug. Eitt er það sem mér finst dálítið kjánalegt við adidas samt og það er hvernig þeir nota logoið. Klassíska þriggjalaufa laufblaðið með þremur rákum þvert í gegn. þ.e þeir ofgera merkinguna. merkja ÖLL föt með merkinu. ef maður spáir í öðrum merkjum eins og t.d. Levi's, DC, Diesel og held ég bara flest öllum merkjum sem eru inni í tískunni þá er það ekki þannig. Ég á fullt af Levis fötum, og mikið af td. bolunum sem stendur ekki “levis ”á, ekkert merki, eða eitthvað sem vitnar í það. Td. var ég í berlín um daginn og fór í stóra adidas verslun á tveimur hæðum og var eitthvað að skoða þar. (adidas er þýskt merki) Sá helvíti flottann leðurjakka sem að mig langaði í, en það var búið að troða merkinu risastóru á bakið á honum og það skemmdi eginlega jakkann. Flest merki hafa einhver einkenni sem vísa í merkið og nota þau frekar. Levi's notar t.d. klassískan “V” laga saum á bakið á bolum og jökkum og rassvasana á gallabuxunum. Adidas hefur líka mjög þekkt einkenni sem eru þrjár sport rendur sem eru oftast á ermunum. það hefði verið nóg að hafa það á jakkanum. Ekkert annað merki notar 3 rendur því að adidas á einkaréttinn. Mikið af “fake” adidas vörum nota þá annað hvort 4 eða 2 rendur. Afhverju gera þeir ekki frekar myndaboli og eitthvað sem er flott og frumlegt? það er alveg til þannig adidas föt en ansi lítið af þeim. Svo er til svo lítið af adidas fötum í “vintage” stíl. Þetta merki hefur að undanförnu verið að einblína of mikið á einhverja hip hop tísku!
Sjálfur á ég eitthvað af flíkum frá adidas og einhver skópör líka. Flestar peysurnar sem ég á eru ekki þessar basic jogging peysur, heldur svona old scool hokkí peysur eða hettupeysur. En mér er illa við að nota það (nema kanski skóna) afþví að mér finst hreinlega vera búið að eyðinleggja þetta hér á íslandi. ÍMYNDINA. það eru bókstaflega allir í þessu í dag og þá sérlega þeir sem nota ímyndina um “THUG” Ungir strákar halda það margir að ef þú viljir vera thug, farðu þá í adidas! Spáum aðeins í undirheimunum. Hversu margir þar eru í adidas fötum. Útúrsteraðir kókaín boltar í adidas peysum! Ímyndin kemur frá þeim, og þú ert ekki einn af hópnum nema þú egir adidas! Svo eru allir í eins adidas fötum! það er ekkert einstakt við persónunar, og þetta eru ekki karakterar.
Taka það svo fram í lokinn að ég hef EKKERT á móti þessu merki þó svo að það sé ofmetið. mörg föt frá adidas eru flott.