Ég segi trú og bjartsýni, sjálfur hef ég verið frekar mikið búttaður þegar ég var 12-14 ára(6 ár síðan), nú er ég að komast yfir það að vera of grannur(varð það 18 ára) í grannur og meira skorinn og glitta í vöðva, lykilinn er fyrst og fremst að hreyfa sig nóg með trú og bjartsýni.
Þú verður að hafa jákvætt hugarfar og finnast gaman að hreyfa þig og borða annað gengur ekki, ekki passa þig á hvað þú borðar, eðlishvötin sem maður er með í sér fattar sjálf hvaða mat hún á að leita í. Sjálfur er ég aðdáandi “rusl”fæðis og skyndibita fyrir hvern sem er.
Það er líka sniðugt að vera með ryþma og góða tímasetningu, semsagt þegar þú borðar mest yfir daginn, reyna hafa það alltaf þegar klukkan er það sama.
Nammi og snakk máttu borða líka eins og þú vilt og gos en passa að það sé dagar/dagur sem þessi hlutir eru slepptir og á þeim degi borða frekar hollt meðað við hina dagana.
dagur hjá mér…
Vakna borða smá, borða góða máltíð um fimm leytið og gera sig vel sadda/nn, svo mjólkurvörur (raðar þeim eins og þú vilt inn á milli litlar jógúrtdollur t.d. gera gæfumuninn), ef þú vilt snakk, nammi whatever skiptir ekki miklu, svo borða góða máltíð 2-3 tíma áður en þú ferð að sofa!.