ef maður ætlar að gera dreadana sjálfur ef það er hægt hvernig gerir maður það
Fullt af upplýsingum til á netinu um það hvernig þú gerir dredda sjálfur, ég ætla að halda mér fyrir utan þá umræðu.
Það sem að ég vil hinsvegar segja um það að gera dreddana sína sjálfur er að það er hugsanlega versta hugmynd í heimi ef að þú ert frekar ákveðin í að fá þá og halda þeim.
Ekki gera dreddana sjálf nema bara til þess að prófa hvernig það er að vera með þá (og forðast þannig að eyða pening í að láta gera þá ef að þetta er ekki eitthvað sem að þú vilt hafa) því að þeir eiga eftir að vera
ljótir.
hvað þarf maður að vera búin að vera lengi að þrífa ekki hárið
Þú myndir þvo á þér hárið deginum áður en þú fengir þér þá.
Þetta er bara spurning um að nota réttu efnin til þess að þvo á þér hárið, ef að þú skoðar þig um á netinu áttu líklegast eftir að rekast mikið á fólk vera að nefna “residue free shampoo”.
Þetta er það sem að ég notaði og ég stend á þeirri trú ásamt mörgum öðrum (en alls ekki öllum) að allt annað sé vitleysa þegar að þú ert með dredda.
En venjuleg sjampó og næringar =
stórt nei.
og líka þegar ég er komin með dreadana er í lagi að þá þvo hárið
Ef að þú nennir þá þrífurðu þá frekar reglulega, annars kemur líka bara vond lykt af þeim.
Aðal vesenið er sjampóið sem að ég nefndi hérna fyrir ofan, persónulega myndi ég frekar bara nota vatn heldur en sjampó úr næstu búð en eins og með allt annað þá eru einhverjir sem að væru ekki sammála mér.