Jæja dömur, hvaða litaða dagkrem notið þið?
Ég er komin með leið á blautu meiki, finnst það búa til svo mikla grímu. Held líka að litað dagkrem og kannski smá púður yfir sé alveg nóg fyrir mig. Svo mig langar að breyta smá til. Ég er ekki mjög spennt fyrir Nivea, vörurnar þeirra fara oftast illa með húðina mína.
Með hvaða merki mælið þið með? :)