Á kannski ekki heima hér en viðkemur útliti. Eflaust líka nokkrir sem eiga við eða hafa átt við þetta vandamál að stríða.

Þannig er að ég hef einn galla sem ég á erfitt með að eiga við andlega séð, sem ég væri til í að losna við.

ég hef alltaf svitnað frekar mikið og þá sérstaklega undir höndunum. hef gert þetta frá því ég var um 14-15 ára og til dagsins í dag, ég er 24 ára núna.
Þetta er ekki smell af þessu enda passa ég mig að nota svitaliktareyði, en þetta er mest pirrandi út á útlitið. lítið heillandi að vera með risa svitablett undir höndunum.
Á það til að birja svitna við ekki neitt t.d horfa á sjónvarpið eða sita og spjalla mér félögunum og síðann fer allt í gang….

ég er í ágætu formi, ekki gott en ekki slæmt heldur. hef verið í mjög góðu formi en þá var þetta svita rugl ennþá, svo held að það sé ekki kannski beint vandamálið.

ég klæði mig helst í svart og hvítt þar sem þetta sést finnst mér minnst á því. En auðvitað á ég föt í öðrum litum.
t.d svört golla og rauður/grænn bolur undir og ég fer þá ekkert úr gollunni….og svo frammvegis.

Ég hef prufað rollon með efni sem á að stöða þetta, en finnst það ekki virka vel. Svo ég spyr er eitthvað sem þið mælið með, krem sem á að stoppa kirtlana t.d eða jafnvel aðgerð? og ef þið vitið hvað svoleiðis aðgerð kostar?

Vonast eftir góðum svörum og endilega ef þið hafið átt við þetta vandamál áður og hafið fundið lausn að láta mig vita.

Takk

Kjartan.