Myndi bara fá einhvern til þess að hjálpa þér að gera það heima hjá þér. :)
Hef reynslu af því, keypti bara efni frá Wella, úr Viva línunni… tók þá sem lýsir upp 4-6 tóna og heitir að mig minnir ultra blonde eða pure blonde…ég þori ekki að fara með það.
Pakkinn kostar um 1700 krónur í bónus, fer ekki vel með hárið þitt frekar en það sem þú færð á stofu, en er þó talsvert ódýrara… og það fylgja með jojoba olíur til þess að hafa í hárinu, mæli með því að láta hárnæringuna vera í hárinu í um það bil korter eftir þetta og þá ertu með mjög mjúkt hár. Mesti skaðinn af svona “aflitunarefnum” er að hárið þornar upp og byrjar að klofna, en í öllum tilvikum þarf bara að gefa hárinu góða næringu strax eftir og næstu dagana eftir það og þá ætti það alveg að reddast. :)
Þú gætir þurft tvo pakka fyrir eitt skipti, ef þú ert með þykkt hár eða hár sem nær fyrir neðan kjálka.
Þessi pakki er sniðugur afþví að þarna geturðu ráðið hve mikið þú vilt lýsa, skolar úr á mismunandi tímum eftir því hve ljóst þú vilt hafa. Það eru leiðbeiningar á íslensku og þú gætir í raun gert þetta sjálf en ég mæli með því að fá bara vinkonu eða fjölskyldumeðlim, helst einhvern með hraðar hendur til þess að skella þessu í.
Gangi þér vel hvað sem þú ákveður að gera.
Þrýstingur í allar áttir.