Ég hef svolítið verið að spá í að kaupa eitthvað af einlitum Converse skóm að utan til að selja. Hefðu einhverjir hér áhuga á svoleiðis á kannski 5-6000 kall? Er svona að sjá hvernig landið liggur áður en ég fer í einhver fjárútlát.
Pssst. lítill fugla hvíslaði að mér að þeir kosta 13990 í Focus.
Ég er að kanna hvort þetta gengur upp en maður hefur sína kontakta úti í heimi sjáðu til. Hvaða liti myndir þú helst kaupa? Þá er ég bara að tala um einlita, klassíska, háa Chuck Taylor.
Það hlýtur þá að hafa verið þegar skór á Íslandi kostuðu ekki útlim! Væri gaman að eiga alla liti regnbogans í Converse! Mikið væri skóhillan manns falleg þá.
Okay, hvaða liti myndir þú helst vilja? Ég er bara að skoða hvað væri vinsælast, ég er ekki að ætlast til að þú kaupir það sem þú nefnir hér. Þetta væru bara einlitir, klassískir, háir Chuck Taylor.
Stjúpbróðir minn er óður í að kaupa sér og ætlaði að panta kreditkort bara til að geta pantað þá að utan, en hann myndi pottþétt kaupa hjá þér frekar. Hann var að tala um að honum langaði í rauða, græna eða gráa, hann notar 41 eða 42.
langar rosalega mikið í svarta en er ekki alveg tilbúin að borga fyrir þá á því verði sem er í focus og þessum búðum, svo ég væri algjörlega til í að kaupa þá á 5-6 þús. jafnvel gula líka kannski
Þetta tilboð sem ég fékk að utan var náttúrulega aðeins of gott til að vera satt en ég er samt sem áður ennþá að vinna í þessu en ég þarf líklega að hækka verðið á skónum upp í 7000. Ég er búin að panta eitt par til að ganga úr skugga um að þetta séu ekki eftirlýkingar. Ef skórnir eru í lagi tek ég líklega niður pantanir og panta þá svo að utan. Nenni alveg ómögulega að sitja uppi með allskonar liti í allskonar stærðum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..