Ég hef aldrei farið en er að spá í að fara í sumar.
Það kostar um 30þús (fer eftir því til hvaða tannlæknis þú ferð og svona).
Til 2 aðferðir. Önnur er þannig að tennurnar þínar eru bara lýstar með einhvers konar spes ljósasjitti. Hin aðferðin er þannig að tannlæknirinn mótar góminn/tennurnar og svo sefurðu með það á tönnunum. (Setur eitthvað spes gel á þetta.) Flestir eru með þetta seinna.
Getur líka keypt eitthvað dót í apóteki, sumir segja að það virki, sumir ekki. Virkar kannski á fólk sem er með gular tennur vegna reykinga og kaffidrykkju, en eins og ég er bara með dökkan tannlit og hef alltaf verið þannig, þannig þetta dót úr apótekum virkar ekki fyrir mig. Hef prófað plastgóm og gel.