Ég hef tekið eftir fjölda þráða um ljós, ljósastofur og gæði þeirra.
Ég ætla að spurja hvers vegna?
Ég meina hvers vegna hefur fólk þessa gríðarlegu þörf til þess að fara í eitthvað bjart box sem lætur það verða brúnna, sérstaklega þar sem í flest skiptin lætur þessi birta fólk verða appelsínugult?
Við erum hvít, því við fæddumst hvít, auk þess búum við á Íslandi þar sem það er eðlilegt að vera hvítur á veturnar og eitthvað smá brún á sumrin.
Hvers vegna er allt í einu eitthvað að því að vera hvítur?
Ég meina hvað er að því?
Það varð allt í einu orðið móðgun þegar fólk segir hvort við annað “Þú ert hvít/ur!”
“Æj, æj, en móðgandi, allt í einu fæ ég gríðarlega þörf til þess að eyða mínum tíma og peningum í ljós.
Ég vil fá sortuæxli takk fyrir!”
Mér finnst kjánalegt að vera appelsínugul/ur og gervileg/u