Hafið þið prófað vörurnar frá Sóley eða Villimey? Eru þær góðar? Er aðallega að spá í andlitskremi en væri samt gott að fá álit á hvaða vöru sem er frá þeim :)
Kveðja,
NoAngel
Ég finn til, þess vegna er ég
Svo fyrst við erum að tala um náttúruleg krem þá keypti ég um daginn í The Pier gúrku-andlitskrem og það er að svínvirka! 50ml dolla á 990 kr, er alltaf mjúk og hefur ekki komið þurrkublettur á mig síðan ég byrjaði að nota það! ;) Hef síðan heyrt mjög góða hluti um gulrótarstuffið sem þeir selja líka.Hef einmitt líka heyrt góða hluti um það sem fæst í Pier, Yes to Carrots, Yes to Cucumber o.s.frv. Ég er nefnilega með þurra/viðkvæma húð og fæ líka svona þurrkubletti, sérstaklega á veturna. Spurning um að prófa þessar vörur bráðum :)