Krullað hár fer léttar með það að fikra sig saman og dreddar myndast náttúrulega hraðar við það heldur en ef maður væri með slétt hár. Sjálf hef ég óvart fengið dredda í hárið nokkrum sinnum því ég nennti ekki að greiða það, það fikraði sig bara saman og ég þurfti að klippa þá, þetta var samt þegar ég var púki í kringum 12-14 ára aldur. En já faðir minn er frá Jamaica og hann var með krullað hár en það fór allt í dredda þegar hann hætti að greiða, ég er þá að meina svona almennilega bob marley dredda. Þeir sem hafa krullað hár þurfa semsagt minna að hafa fyrir því heldur en fólk með slétt hár.
Krullað as in ekki liðir heldur krullur sem eru svona swirley.