Hæhæ

Ég ætla að reyna að vera duglegri að fara í sund og synda.

Málið er, ég sé allveg rosalega illa…þarf að nota gleraugu. Ég hef oft farið með gleraugun mín í sund því ef ég hef þau ekki sé ég nánast ekki neitt. En ef ég ætla að synda þá vil ég helst vera með sundgleraugu. Mér líður bara svo illa þegar ég sé svona lítið…sérstaklega ef ég er ein í sundlaug sem ég þekki nánast ekki neitt.

Svo mig langaði að spurja (þó þetta sé e.t.v. heimskuleg spurning) er í lagi að ég myndi fara með linsurnar í sund? Þá gæti ég séð vel og verið með sundgleraugun. Eða er það allveg útilokað? Það getur jú lekið inn á sundgleraugun og þá renna linsurnar bara af ekki satt?

Langar bara að vera viss á þessu :)
An eye for an eye makes the whole world blind