Já.
Önd labbar inn á bar og pantar bjór. Barþjónn sagði, Hey, þú ert önd! Þú ert með góða sjón, sagði öndin. Já, en - þú getur TALAÐ! sagði barþjónn. Og heyrir bara vel líka, sagði öndin. Hey, þetta er bar! Gæti ég fengið hálfan lítra af bjór? Barþjónninn kom með bjórglasið fyrir öndina og spurði hana hvað hún væri að gera þarna. Sko, sagði öndin, Ég er að vinna í byggingavinnu í húsinu hinum megin við götuna. Við verðum þar í nokkrar vikur og ég ætla að koma hingað inn í hádeginu á hverjum degi og fá mér bjór. Og á hverjum degi vagaði öndin yfir götuna og inn á barinn og fékk sér bjór í hádeginu. Vikan leið og dag nokkur kom sirkus í bæinn. Eigandi sirkussins kom inn á barinn til að fá sér bjór og barþjónninn sagði honum frá öndinni. Þú ættir að reyna að fá hana í sirkusinn, sagði barþjónninn . Þú gætir grætt heilmikið á því að sýna svona talandi önd. Ég skal nefna þetta við hana næst þegar hún kemur inn. Daginn eftir kom öndin eins og venjulega til að fá sér bjórinn sinn. barþjónninn sagði við hana Veistu, það er sirkus í heimsókn í bænum og í gær talað ég við sirkuseigandann. Hann hafði rosalegan áhuga að fá þig í vinnu. Er það? sagði öndin. Já. Þú gætir haft gott upp úr því að vinna hjá honum. Ég get reddað því fyrir þig. Bíddu aðeins, sagði öndin. Þú sagðir SIRKUS, var það ekki? Jú. Það er svona sýningarfyrirbæri í tjaldi, er það ekki? Með svona rosa súlu í miðjunni? Já. Og tjaldiðð er úr dúk, er það ekki? Jú, auðvitað, sagði barþjónninn. Ég get útvegað þér djobb í sirkusnum og þú gætir byrjað á morgun. Sirkuseigandinn var rosalega áhugasamur um það. Öndin horfði furðu lostin á barþjóninn. Andskotan ætti hann að gera með múrara?