Ég er með hár sem verður rosalega þykkt og virðist þurfa þvo hárið á mér daglega. Mig vantar sjampó sem gerir það að verkum að ég þurfi ekki að þvo hárið á mér svona oft.
Hliðiná Toy's are us i kópavogi er búð sem heitir pier, þar eru vörur sem heita “Yes to…”. Ég mæli með sjampóinu og næringuni sem heitir yes to carrots :) ég er með mjög þykkt og mikið hár og þetta er eina sem virkar á mitt hár ;)
já það fer líka illa með hárið mamma vinkonu minnar er hárgreiðslukona og hún seigir að ef maður notar sjampó og næringu á hverjum einasta deigi þá fer það illa með ‘náttúrulegu olíurnar’ í hárinu. Ef maður sé vanur að þvo það og setja næringu á hverjum deigi þá verður það svo fljótlega fitugt og maður á í staðinn að venja hárið á að setja sjampó í það annan hvern dag og næringu í mesta lagi einu sinni í viku.
En já, þú getur vanið hárið af að nota hárnæringu. Það tekur tíma en á endanum verður það allt í lagi. Ég nota t.d. aldrei næringu. Hár virðist líka verða sérstaklega rafmagnað á haustin… ekki veit ég af hverju, en það gæti gert það erfiðara að venja það af næringu.
Ég nota allvegna ekki lengur næringu, konan sem klippti mig sagði að ég ætti alls ekki að nota næringu. Allvegna þá er hárið á mér ekki eins fljótt að vera skítugt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..