Hef heyrt um að fólk fari í svokallaða húðslípun til að losna við ör eftir bólur. Þá er í raun efsta lag húðarinnar skrapað af og svo endurnýjar hún sig…eða eitthvað… :) Þarf að fara í nokkur skipti til að sjá almennilegan árangur. Þetta er frekar dýrt, minnir að það hafi verið í kringum 7000 kr skiptið í fyrra, og það gerir lítið sem ekkert að fara einu sinni til tvisvar held ég, þannig að þetta er svolítill peningur.
Þess vegna myndi ég prufa ódýrari leiðir fyrst, eins og með Aloa Vera gelið sem einhver benti á.