Þessi regla er væntanlega tilkomin vegna þess að það er ómöglegt að synda í bikiní, alveg eins og fólk á að mæta í joggingbuxum en ekki gallabuxum í íþróttir! (Reyndar eru til bikiní til að synda í, sem eru toppar og buxur með reimum, en það er jafn dýrt að kaupa það og sundbol. Annars er auðvitað langbest að kaupa speedo bol eða bol frá öðru íþróttamerki því þeir eru hannaðir til að synda í, þegar þú ert í einhverjum drasl bol er hann líklegur til að stækka þegar þú ferð í vatnið, renna til og bara verða laus á ýmsum stöðum, stundum kemur loft inná þá og allskonar rugl.
Annars kom það mér á óvart hvað það voru flottir bolir í Debenhams, en þessir flottustu kostuðu líka pening og væru óhentugir til sunds.