Ég hef mikið verið að pæla í tannréttingum undanfarið. Ég sé mjög eftir því að hafa ekki ýtt meira á mömmu með að senda mig í tannréttingu þegar ég var yngri; er orðin tvítug og mér finnst ég orðin pínu gömul í þetta. En samt ekki. En samt… :)

Ég er búin að vera að reyna að lesa mér aðeins til á netinu um tannréttingar en það gengur ekki vel, ég finn barasta ekki neitt. Mig langar að vita hvaða möguleika ég hef varðandi tannréttingar, eru spangir það eina sem virkar? Eða hvað? Er hægt að fá einn nettan tein yfir allar tennurnar? Ég veit ekki neitt um þetta. Kannski best að fara bara og spjalla við fagmann um þetta…?

Tennurnar mínar eru ekkert brjálað skakkar en gætu þó verið betri. Pirrar mig mest hvað framtennurnar mínar tvær eru aðeins framar en restin af tönnunum. Þoli það ekki.

Allavega, þið sem vitið eitthvað um þetta, hafið reynslu eða þekkið til í gegnum vini.. Endilega segið mér hvað er í boði:)


Takk takk