Kauptu þér gott sjampó (ekki neitt bónus drasl). Þegar þú setur sjampóið í, skaltu nudda því vel í hárið og helst vera með höfuðið á hvolfi. Ekki setja hárnæringu í hárið oftar en 2-3x í viku!!! Það er mjög mikilvægt því að þá stíflar það hárræturnar og hárið lítur út fyrir að vera fitugt.
Ef þú átt 5-10 mín aflögu, skaltu nota þær gefa þér hársvarðarnudd. Það eykur blóðflæði í hársvörðinn, sem er bara good thing til að láta það vaxa hraðar.
Borðaðu próteinríka fæðu eins og td. egg of fisk.
Ekki slétta á þér hárið eða blása án þess að vera með hitavörn!
Forðastu að nota óþarfa vörur í hárið (gel, vax og hárlakk).
Stress og hreyfingarleysi er slæmt. Ef þú ert happyjolly og hreyfir þig, leysiru út efni sem lætur hárið vaxa hraðar.
Ég er nýbyrjuð að gera allt þetta og ég sé strax mun á hárinu mínu. Ég er ekki búin að gera þetta nógu lengi til að sjá mun á hárlengdinni, en það er mun heilbrigðara í útliti og líka muun þykkara! :)