Jæja, ég hef barist við bólurnar frekar lengi en maður er laus við þær að mestu leyti núna. Vandamálið er hinsvegar að húðin er alltaf svo rosalega feit.
Sama þótt ég noti olíulaust rakakrem & krem til að matta húðina og hreinsa hana kvölds & morgna.. þá brýst olían alltaf út.
Finnst kremin sem húðlæknarnir gefa manni og eiga að þurrka upp húðina einungis stuðla að því að húðin framleiði meiri fitu.
Hver eru ykkar ráð og reynsla af þessu kæru hugara, einhverjar vörur eða aðferðir sem þið mælið með?