Radio City buxurnar
Eru einhverjar þarna úti sem að fíluðu Radio City buxurnar sem að seldar voru í Þorpinu undir Kjörgarði? Mér leikur forvitni á að vita um það, en ég elska þessar buxur og sé mikið eftir að þær skuli ekki fást lengur. Þetta voru svona þröngar, stretch buxur úr polyester en eins og gallabuxur í sniðinu. Þetta var rosa vinsælt um 1996-98.Æðislegar, gott að vera í þeim og mjög flottar. Það væri gaman ef að fleiri væru á sömu skoðun.