Úff ég man eftir g-strengnum. Í 5 bekk spurði ég mömmu hvort ég mætti ganga í g-streng og hún sagði auðvitað nei, og ég skammaðist mín ekkert smá en gat ekki beðið eftir að mega það. Við vinkonurnar stálumst samt til að kaupa okkur í hagkaup, og svo fórum við inná klósett í kringlunni og klæddum okkur í og gengum í þessu í kringlunni, að drepast úr óþægindum auðvitað því þetta er svo óþæginlegt áður en maður venst þessu.
Haha ég man við kölluðum g-streng alltaf “gunnars nærbuxur” veit ekki alveg hvaðan það kom en alltaf þegar einhver var í svoleiðis var voða mikið hlegið og allir í sjokki, en samt vorum við öfundsjúkar á sama tíma því þetta var svo “töff”.
En með brjóstarhaldarann man ég ekki alveg, allavega vel fyrir fermingu.
Bætt við 26. júní 2009 - 20:24
og já það var í svona 7 eða 8 bekk þegar ég byrjaði að ganga í g-streng að viti.
Sá er sæll er sjálfur um á