Takk takk kisustelpa :) en Cleo á Garðatorgi kemur ekki til greina, því miður.
Ég var fyrir nokkrum árum að vinna á sambýli fyrir fatlaða, þar sem styst var fyrir íbúana að fara þangað í klippingu.
Þangað höfðum við farið nokkrum sinnum, með yndislega unga stúlku sem engum dytti í hug að væri fötluð, svona við fyrstu sýn.
Starfsfólk Cleo hins vegar var svo skemmtilegt að neita að þjónusta hana, þegar við mættum á staðinn á tilsettum tíma, sem hafði verið pantaður nokkru áður. Þau gátu ekki einu sinni verið það kurteis að hringja í okkur og afpanta tímann, og sparað okkur þannig ferðina. Þess má einnig geta að þau vissu um hvern var að ræða þegar pöntunin var gerð, og þá var ekkert vandamál nefnt, nema að við vorum beðin um að koma í lok dagsins “til að trufla ekki hina viðskiptavinina”. Bjánarnir við létum okkur það bara lynda og pöntuðum tímann, til þess eins að fara svona líka fýluferð. Því miður er þetta ekki saga frá frænda vinkonu bróður afa kærastans míns eða neitt svoleiðis, þetta upplifði ég sjálf.
Aðrar tillögur eru því vel þegnar…<br><br>-oink oink flop flop-