Ætla líka að segja þér svolítið sem að ég veit að hefði hjálpað mér þegar að ég fékk mér mína.
Ef að þú ert óákveðin þá er betra (finnst mér) að gera hárið í “speglun” þeas. ef að það er einn lokkur vinstra meginn þá er annar alveg eins á nákvæmlega sama stað hægra megin.
Mér finnst það mun þægilegra þegar að ég er að þvo á mér hárið og er mjög sáttur með það þó svo að ég skilji alveg fólkið sem að vill frekar hafa þá “freestyle”.
Passaðu að hafa tvo á enninu svo að þú endir ekki með einn lokk sem verður alltaf í andlitinu á þér.
Ef að þú ert með auka hár notaðu það til þess að lengja einn lokk aftan á hausnum á þér, þá er mun þægilegra að nota hárið sjálft til þess að gera tagl í sig.
Gæti verið eitthvað fleira, ef ég man það þá svara ég þér bara hérna.