Þetta er alls ekki sniðug hugmynd, fullorðnir hugsa þetta fyrst sem einhverja lausn en svo eru nokkur aukaatriði, tökum bara sem dæmi unglingadeildir grunnskólanna.
Krakkarnir eiga sér líf utan skóla, það eru félagsmiðstöðvar(krakkar hittast þar), böll og margt fleira svo sem íþróttir og fleira, börn sem stunda íþróttir fara í búningsklefa til að skipta um föt. Íþróttir eru utan skólatíma, barn myndi aldrei ganga í búningnum utan hans. En ekki ertu að ætlast til þess að krakkarnir gangi í skólabúningum í venjulegu lífi líka til að verða ekki fyrir einelti?
svo yrði bara fundið eitthvað annað til að stríða barninu á.. bara útaf t.d. hári og mörgu fleira.. viltu ekki bara raka öll börnin sköllót líka?
Einelti er vandamál í þjóðfélaginu og það vita allir, það er nánast ómögulegt að uppræta það og ég efast um að það eigi einhverntímann eftir að vera hægt:S það er einfaldlega alltaf einhver sem þarf að vera betri en allir hinir og svona…